SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3064)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
„Eloi lamma sabakhthani!“;Fyrsta ljóðlína:Svo lítil frétt var fæðing hans
Höfundur:Stephan G. Stephansson
Heimild:Són, tímarit um óðfræði. bls.8 árg. bls. 113–116
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1899
I
1. Svo lítil frétt var fæðing hansí fjárhúsjötu hirðingjans, að dag og ártal enginn reit, um aldur hans ei nokkur veit.
2. Og jafnvel samtíð okkar ennsér ekki sína beztu menn, en bylting tímans birtir allt og bætir sumum hundraðfalt.
3. Því mótmælt hefði hans eigin öld,að afmælið hans sé í kvöld, og tengt þann atburð ársins við, að aftur lengist sólskinið.
4. Hann alla sína fræðslu fékká fátæklingsins skólabekk. En sveit hans veitti sína gjöf, þar sérhver hæð var spámanns gröf –
5. og skálda, er höfðu hegnt og kennt,en heimska lýðsins grýtt og brennt. Þar feður hjuggu hold og bein, en hlóðu synir bautastein.
6. Þar birtist verkavitrun hans,sem vitjar sérhvers göfugs manns, það kall að hefja land og lýð og lækna mein á sinni tíð.
7. Og margur sagði hugarhlýtt:Sjá, hér er spámannsefni nýtt! Og móðurástar ótti og von sá undramann í kærum son.
8. Hann skildi glöggt, hvað gengi að –og guðræknin ei fremst var það né smædd né örbirgð ættarlands og ekki kúgun Rómverjans.
9. Hann sá, að eiginelskan blindvar aldarfarsins stærsta synd og þyngst á afl og anda manns var okið lagt af bróður hans –
10. Sem grimmd og lymsku lengst til verað láta aðra þjóna sér, sem aldrei sér, að auðna þín er allra heill og sín og mín.
11. Hann kenndi, að mannást heit og hreintil himins væri leiðin ein. Hann sá, að allt var ógert verk, sem ekki studdi mannúð sterk.
12. Um okurkarl og aurasöfnhans orð ei vóru gælunöfn. Hann tók í forsvar fallinn lágt, sem féll af því hann átti bágt.
13. Og bókstafs þræl og kredduklerkhann kærði fyrir myrkraverk, sem þrá ei ljós né andans auð, en yfirráð og stærra brauð.
14. Á orð hans hlýddu hrifnir mennum hugsjón, sem þeir gleggðu ei enn, því hugi fangar háleit sál, þó hljómi rödd sem duliðsmál.
15. En allt, sem sjálfs hans sál var ljóst,að sæju aðrir, við hann bjóst. Hvern sannleik, þér sem auðsær er, að aðrir skilji ei, byrgist þér.
16. Hve áhrifalaust orð hans láí anda lýðs, hann glöggvast sá, er gagnstætt hverri hugsun hans hann hylla vildu konung lands.
17. Og fjöldinn enn ei eftir tók,að ekki er hugsjón „lærdómsbók“, því flestir halda hún hlotnist send í hugvekjum, sé lærð og kennd.
18. En hún er sál þín sjálfs með rökin sömu, þrá og hugartök sem hins, er stóð við hennar dyr, þó hundrað öldum lifði fyrr. II
19. Að geta ei friðað bræðra bölvarð beiskjan í hans dauðakvöl – af slíkri ást og andans þrá, hvað afdrifin þau virtust smá!
20. „Minn guð, hví yfirgafstu mig?“frá gröf hans hljómar kringum þig, er sérðu heift og hjátrú lands sig hópa undir nafnið hans. III
21. En alltaf getur góða menn,og guðspjöll eru skrifuð enn. Hvert líf er jafnt að eðli og ætt, sem eitthvað hefur veröld bætt.
22. Og löndin eiga mikla menn.Og menningin sér kemur enn og geislar andans allir sér í einnar sálar brennigler.
23. Og sama og hans er sumra meinog sama þeirra dauðakvein: Í smáum brotum byrjað fá á blessun lands og hverfa frá.
24. Þá hugraun líður hetja sú,sem hreinsa vildi sið og trú, en deyr sem andstyggð almúgans í útskúfun síns föðurlands.
25. Og þjóðskörungur böl það ber,á banadægri er þreyttur sér, að fólk hans loksins sveik sig sjálft og sættum tók við minna en hálft.
26. Og skáldið hreppir hlutfall það,sem hversdagslífið þrengir að, sem hnígur undir önn og töf með öll sín beztu ljóð í gröf.
27. Og sjálfur bóndinn veit það vel,sem vildi græða kalinn mel, en hnígur svo, að séð ei fær, að sveitin af hans starfi grær. |