Hljómi nú | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hljómi nú

Fyrsta ljóðlína:Hljómi nú með hárri raust
bls.199
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt aBaBCC
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Sálmar
1.
Hljómi nú með hárri raust
hrifin ljóð á kirkjuvengi!
Þökkum Guði gullið haust,
grösug tún og frjósöm engi,
þökkum milda dögg í dölum,
dýrðarljós frá himnasölum.
2.
Dásamleg er Drottins hönd,
duftið fyrst hún lífi nærir,
síðan gróðri litar lönd,
líf og arð svo jörðin færir,
Guð, þitt ljós er ljóminn stjarna,
líf þitt skín í minnsta kjarna.