Spámaðurinn II | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Spámaðurinn II

Fyrsta ljóðlína:Hann snart mín eyru og strax í stað
bls.279–280
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Hér eru þriðja, fjórða og sjötta af sex, hinar eru í annarri færslu undir öðrum háttum.
3.
Hann snart mín eyru og strax í stað
mér stormagnýr í hlustum kvað;
ég heyrði engla í flokkum fljúga
með fjaðradyn um himins gnúp
og fiska renna um rökkvuð djúp
og rætur kraft úr jörðu sjúga.

4.
Í munn mér hann að lokum leit
og lymska tungu af rótum sleit
sem var í flærð og svikum sokkin,
og sjálfan brand hins ríka máls
úr snáksins kverk mér keyrði í háls;
hans kæna hönd var blóði stokkin.

6.
Á hrjóstur-sandinn hlaut ég fall
og heyrði úr stormi Drottins kall:
Rís upp! þín spámanns augu skilji!
Legg úthafsströnd og fjalladal
þér undir fót, það er minn vilji,
og Orð mitt hjörtun brenna skal!