Spámaðurinn I | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Spámaðurinn I

Fyrsta ljóðlína:Mín önd var þorstaþjáð og heit
bls.279–280
Viðm.ártal:≈ 1975

Skýringar

Hér eru fyrsta, önnur og fimmta vísa af sex, hinar eru í annarri færslu undir öðrum háttum.
1.
Mín önd var þorstaþjáð og heit,
ég þreytti göngu um brunasanda;
við krossveg yst í auðn ég leit
hvar engill stóð með vængi þanda.
2.
Svo hægt hann fingri á hvarm mér sló
sem hefði snert mig svefnsins ró.
Og sjá – ég upplauk augum skyggnum
sem örn í hæð á vængjum tignum.
5.
Og sverð hans beint í brjóst mitt óð,
og burt hann reif mitt skelfda hjarta,
og í minn barm sem opinn stóð
rak eldblökk heita og logabjarta.