Ormars rímur – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Rímur af Ormari Fraðmarssyni 2

Ormars rímur – önnur ríma

RÍMUR AF ORMARI FRAÐMARSSYNI
Fyrsta ljóðlína:Þegar að drengjum diktan stór
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1450
Flokkur:Rímur

Skýringar

Ormars rímur eru rímnaflokkur frá 15. öld eftir ókunnugt skáld. Í þeim er sagt frá kappanum Ormari Fraðmarssyni sem tekst á við risann Bjarkmar og föðurbræður hans, Gyrð og Atla. Með risavígunum hefnir Ormar föður síns og eignast að auki konungsdóttur og konungsríki. Efni Ormars rímna er einnig til í norrænum sagnadönsum og hafa menn getið þess til að allt megi þetta rekja til glataðrar fornaldarsögu.
Þrjú handrit hafa textagildi og virðast komin hvert sína leið frá sameiginlegu erkiriti. Elst er Kollsbók (Cod. Guelf. 42. 7. Aug. 4to), frá lokum   MEIRA ↲
1.
Þegar að drengjum diktan stór
dýrum fellr úr minni
sterkan ætla’ eg Berglings bjór
að blanda’ í öðru sinni.
2.
Skáldum þikir *það skemmtan mest
að skýra mansöngs kvæði,
það má orka yndisbrest
og afla þungrar mæði.
3.
Þar skal hverfa hrygðum frá
hreytir nöðru skerja,
greinum hitt að Ormar á
unga brúði’ *að verja.
4.
Enn mun verða agtað til
hvað efnað verðr í kvæði,
ei er hin unga menja Bil
mjög við Bjarkmars æði.
5.
Þegar að seggir svarta nótt
sannlega líta allir
hefir sig út frá hölda drótt
þá hermenn svófu snjallir.
6.
Gekk hann fram þar firrist sút
fimur við geirinn bjarta
unz hann kemr á annes út
eina nótt só svarta.
7.
Fróður leit þar föður síns haug
fram á nesinu standa,
sjá var fús að finna draug
fleygir styrkra *branda.
8.
„Vaki þú, Fraðmar, faðirinn minn,
finnzt þinn *líkinn valla,
sannlega er hér sonrinn þinn
svara þú halnum snjalla!“
9.
Fleina Týr var furðu bráðr
*og fýsir enn að kalla,
þumbinn *kveðr hann *þegja sem áðr,
það trúi’ eg nægja valla.
10.
„Ef þú vilt *ei, kvað þegninn snjallr,
þessum andsvör veita
biðr eg að þú brennir allr
í bruna og loganum heita.
11.
Þó skal eg“, kvað þorna brjótr,
„þig til sagna neyða,
víst sé þér, enn vesti þrjótr,
verra’ en eg kann beiða.
12.
Hafðu þá ena hæstu pín
höldar vesta hljóta,
nema þú anzir orðum mín,
eyðir stinnra spjóta.
13.
Skemmdar kallinn skríttu’ á fætr,
skjótt er annar verri,
aldri fá þú á angri bætr,
*auðnan *þín bið eg þverri.“
14.
Nema þú anzir orðum mín,
enn *bið eg þig mæla,
faðir minn, stattu’ á fætur þín
fjarri muntu’ oss tæla.“
15.
Grimmlega skelfur grjót og fold,
gjörði myrkrið mesta,
hefi’ eg það frétt að hrærðist mold,
hauðrið tók að bresta.
16.
Dregst á fætr hinn dauði þá
með dýrum hjalta vendi,
fylkir lítur fölvan ná,
föður sinn Ormar kenndi.
17.
„Só hef eg lengi legið í haug
lýðum firður öllum,
fýstist engi’ að finna draug
fyrr af görpum snjöllum.“
18.
„Virðar hér með vópnin þunn
vilja á landið herja,
birta vil eg þér brögðin *kunn,
brúði á eg að verja.
19.
Hvassan vilda’ eg, hjálma njótr,
hrottann af þér þiggja,
mér mun *ei“, kvað málma brjótr,
„meir á öðru liggja.“
20.
„Býsn er í hvers beiða kann
beygir sterkra randa,
áttu frægur við fullan sann
fjölda nýrra branda.“
21.
„Eg skal rjúfa’ *hinn *ramma haug
og randa naðrinn sækja,
hræðast ekki’ enn harða draug,
horfir nú til klækja.“
22.
„Sannast má eg það segja þér,
svinnum *menja Baldri,
heldur varð sá heppinn mér,
*hrottann *lér eg aldri.
23.
Garpar ei só góða hlíf,
geir né brynju eiga,
feigum gefr *ei fyrðum líf
þá fólki’ er lagað að deyja.
24.
Dapra fekk eg dauðans pín,
drengr að vópna hjaldri,
ef heitir þú ekki’ að hefna mín
hrottann fær þú aldri.“
25.
„Seg þú mér hverr sæfði hal
með sverði, vaskan tiggja,
vil eg só heill eg hefna skal
hratt eða dauður liggja.“
26.
„Bjarkmar risi er brögnum skæðr,
bjóða vill þér pínu,
faðir hans átti fræga bræðr,
falli olli mínu
27.
Taktu nú við hrotta hér“,
halnum draugrinn trúði,
„eg má synja einkis þér,
arfi minn hinn prúði.
28.
Birting nefna bragnar þann
brand að þú hefir fengið,
bar eg þá jafnan blóðgan hann
er biluðu aðrir drengir.
29.
Ellefu sóttu að mér senn
urðu níu að falla,
alla vildu afreks menn
ýtar þessa kalla.
30.
Gyrðr og Atli, garpar tveir,
gengu’ að mér til nauða,
seggir undan settu þeir,
sjálfur fekk eg dauða.“
31.
„Beið eg aldri betri ferð
af blíðum málma Baldri,
gaftu mér eð góða sverð
get eg það launað aldri.“
32.
„Þóttú farir um flestöll lönd
og fýsist stórt að vinna,
hvergi muntu *hjalta *vönd
í heimi slíkan finna.
33.
Jafnan muntu brandinn blá
bera *í vópna hjaldri,
hann er rétt sem silfr að sjá
segi’ eg *hann *sljóvgist aldri.“
34.
„Sittu nú með sæmd og skraut,
seggrinn hverjum frægri,
mér mun hent að halda’ *á *braut
hart á þessu dægri.“
35.
Far þú, sveinn, með sæmd og prís,
segir sjá garprinn mesti,
heillin sé þér harðla vís
en hamingjan aldri bresti.“
36.
Bragning kemur til borgar heim
búinn til hreystiverka,
hefir í hendi hræva tein
og hjalta naðrinn sterka.
37.
Það hefi’ eg frétt að fleina Týr
fór í brynju síða,
ýtum hverfur óðar smíð,
agti þeir sem vilja.