Eggert Ólafsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eggert Ólafsson

Fyrsta ljóðlína:Allir tala um Eggerts skip
Höfundur:Gunnar Pálsson
Heimild:Sunnanfari.
bls.13. árg. 7. tbl. 1914, bls. 50–52
Bragarháttur:Níu línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcdcdc
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1768

Skýringar

Snorri Hjartarsson hefur tekið ljóðið upp í safnrit sitt, Sól er á morgun, en þó sleppt úr fimm vísum; nr. 2, 5, 6, 7 og 12.
1.
Allir tala um Eggerts skip,
allir spyrja og sakna;
við þann mikla sjónarsvip
sannlega megum vakna.
En hver mun eftir hann
yrkja svo sem yrkja ber,
ágætasta mann?
Til þess ekki treysti’ eg mér,
en treysti hver sem kann.
2.
Yrkin hans eru yrkja best,
ef eftir hann skal mæla:
verkin fögur vitum flest,
sem víst er skylt að hæla,
og margfalt lærdómsljós;
ásýnd skír með gáfna gnægð,
göfugt dygða hrós,
þessa bar yfir flesta frægð
forgylt landsins rós.
3.
Nú veit guð, hvort niður í sjá
náði’ að grunni sökkva,
þegar æstist aldan blá
og ógnarveðrið dökkva,
ella hefur hann
skipi’ eður landi nokkru náð,
neinn það greina kann;
berjast mér í brjósti ráð
um býsna tilburð þann
4.
Tregur em eg að trúa því,
trautt sem heyra vildi,
en gef þó málið guðs vald í, —
gerla hver það skildi,
að veður var ófært;
aungvu skipi voru vér
vissum þvílíkt bært,
getur dauðans geri því mér
um göfugmennið kært.
5.
Um hans háttu’ og ævistund
ætla eg þeim að skýra,
sem kunnast var um líf og lund
listamannsins dýra,
en fagurt fanst mér allt,
vitugt, stöðugt, gætið, glöggt,
glaðlynt, hófsamt, snjallt,
en því varð svo snúið snöggt
og snotran lögð í salt.
6.
Ef hann sjálfur salti í
sefur á mararbotni,
auðgengt mönnum er að því,
að aldrei þessi rotni,
hans æran ódauðleg,
flutt með honum í hærri stað,
hefst á allan veg,
finst þar allt það fullkomnað,
sem frestar hérvist treg.
7.
Vor á meðal minning hans
mun ófúin vara
utan bæði og innanlands,
ei til rýrðar fara;
ungur ávann það,
á roskins aldri reyndist meir
en rétt í hverjum stað;
öfundar skeytti lítt um leir
og lágt hann fótum trað.
8.
Vér þótt söknum vinir hans,
vandamenn og frændur,
vitum samt, að víst til sanns
var hann engu rændur,
en fluttur í fegri stað,
allt hefir betra þegið þar,
það var áformað;
reiðubúinn að vísu var
í vistaskiptið það.
9.
Veraldarglampinn villti hann ei,
var það miklu dýrra,
hér sem rækti í hugarþey,
heldur en mart hið nýrra
himneskt, líkamlegt,
orða og hugar iðka vann
ágætasta spekt,
glaðlegt, fróðlegt, gagnsamt fann,
það gekk honum ekki tregt.
10.
Allt ef vilda’ eg tína og tjá,
til sem hafa kynni,
tafsamt yrði tal mitt þá
til þess út það rynni,
en hvergi hálftalað,
öðrum slíks eg unna vil,
sem yrkja ei skjálftalað,
líka sumt eg lýðum skil
ljóst og sjálftalað.
11.
Enginn hlaut þar upp á sjá,
að hann sjúkur lægi,
enginn liðinn líta ná;
listamaðurinn frægi
heill frá heilum fór;
enginn grafar grátur varð,
gerst sem hefði stór;
leit ei ekkja skjaldar skarð,
þau skildi ei land né sjór.
12.
Saman glaðir vorum vér
vinir oft og tíðum,
á soddan hvarfi hægast ber,
hels það léttir stríðum,
nær sæll fer sælum frá;
aftur munum sælli sjást
síðar himnum á,
búa saman með yndi og ást
eilífum guði hjá.
13.
Um einskis heyrða eg annars lát
almennt fengist meira,
tal og seðlar tjá þann grát,
eg tala ei þar um fleira;
en soddan sæmdar vott
hvers manns brjósti að hafa í
held eg mikið gott,
vel nær komist var að því,
en vélin fæða spott.
14.
Þó landi voru hans lögsagnar
leyfðist ekki að njóta,
til annars fallinn vel hann var,
víst sem náði hljóta:
hefðar í himna slétt,
hinu sinti hann harla lítt,
hafi eg skilið rétt;
guð hefir honum úr fári flýtt,
að forðast mæðu og prett.
15.
Hans lögsagnar hlakka til
heyrða eg ærið marga,
og vel á slíku vissi hann skil,
vondu gjarn að farga.
En hver veit hverninn þá
farið hefði framar meir?
Færri hins besta gá,
rfsa á móti mörgu þeir,
minnst sem von er á.
16.
Bending er, nær bestu menn
burt frá heimi kallast,
grátur bæði’ og gleði senn
góðum skaut í fallast.
En veröld sjái um sig,
um hvorugt gefur hún sig par
heldur spreytingslig,
þó guðs orð syndagjöldin þar
greini hryggilig.
17.
Enda far nú, Eggert, vel
eilífar lífs um stundir;
ástmenn þína fús eg fel
frelsarans geymslu undir
og allan landsins lýð,
söknuður þinn er sár um stund,
en senn gefst betri tíð.
Hvern, þitt tekst á hendur pund,
hamingjan styðji blíð.