Dagur reiði, dagur bræði | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Dagur reiði, dagur bræði

Fyrsta ljóðlína:Dagur reiði, dagur bræði
Höfundur:Tómas af Celano
bls.949–950
Bragarháttur:Þrjár línur (tvíliður) ferkvætt
Viðm.ártal:≈ 1900
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmur þessi er jafnan talinn eftir Tómas frá Celano (d. eftir 1250) og er einhver frægasti sálmur í miðaldakirkjusöng. Er hann gjarnan nefndur Dies Iræ, eftir upphafi sínu á latínu sem hljóðar svo: Dies Iræ, Dies Illa.
Fyrirsögn og útskýring Matthíasar er þannig:

„Dies Iræ“.
Hæc in sermonem islandicum translata versio sacerimi hymni
Dom. Patri Alexandro Baumgartner,
viro pietate dedicata est. Matthias Jochimi.
1.
Dagur reiði, dagur bræði
drekkir jörð með logaflæði,
votta heilög völufræði.
2.
Dauðans ógn er Drottinn alda
dóm í skýjum fer að halda,
öllum makleg gjöld að gjalda.
3.
Hátt mun lúður ljóssins gjalla,
lifendur og dauða kalla
fyrir dóminn Drottins alla.
4.
Dauðinn mun í felur fara
framliðnum þá sér hann skara
stefnt úr gröfum Guði að svara.
5.
Fram er borin bókin fróða,
birta mun sú allra þjóða
vitnisburði, vonda, góða.
6.
Drottinn síðan dæma tekur,
dulsmál hvert af svefni vekur;
kemst þá enginn undan sekur.
7.
Hverju skal ég sjálfur svara,
sekur maður, hvert skal fara,
sýkn og hreinn ef sig má vara?
8.
Ógnarvaldur himins halla!
hjálpráð gefins þeim er falla, –
náðarlind til lífs mig kalla!
9.
Minna vegna bönd þig bundu,
blíði Jesú, kvöl þá mundu,
Drottinn minn á dómsins stundu!
10.
Þú, sem réðst mín þreyttur leita,
þoldir kross og nauðasveita,
ó, þú mátt um náð ei neita!
11.
Þú sem allt munt endurgjalda,
upp gef þú mér sekt margfalda,
fyr en dóminn ferð að halda!
12.
Sjá, ég stúrinn styn í hljóði,
stórsyndarinn þungum móði:
Miskunna þú mér, Guð minn góði!
13.
Þú, sem móður þjáða reistir,
þú, sem ránsmann píndan leystir;
þér um eilífð önd mín treystir.