Elín Ingveldur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Elín Ingveldur

Fyrsta ljóðlína:Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja
bls.343
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fimm,- þrí- og fimmkvætt AABBB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1880

Skýringar

Undir titli stendur: „(Dóttir skáldsins). D. 1880“
Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja,
lögð í jörð með himnaföður vilja,
leyst frá lífi nauða,
ljúf og björt í dauða
lést þú eftir litla rúmið auða.

Gráttu, móðir, gjöfina Drottins fríðu,
gráttu, þá með djúpri hjartans blíðu.
Sérðu’ ei sigurbjarma?
Sérðu’ ei líknarvarma
breiða sig um barnsins engilhvarma?

Enginn þýðir, hel, þitt helgiletur,
„Hvar er vorið?“ spyrja börn um vetur.
Dagur njólu dylur,
daginn nóttin hylur,
lífið oss frá eilífðinni skilur.

Því til hans, sem börnin ungu blessar.
Biðjum hann að lesa rúnir þessar,
heyrum, hvað hann kenndi:
Hér þótt lífið endi,
rís það upp í Drottins dýrðarhendi.

Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða,
líf sé Guði, búin ertu’ að stríða.
Upp til sælu sala
saklaust bam án dvala.
Lærðu ung við engla Guðs að tala.