Sólveig | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sólveig

Fyrsta ljóðlína:Nú fór vor Sólveig til sólar
bls.704–705
Bragarháttur:Solveigarlag með frjálsum forlið
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1915

Skýringar

Ljóðið orti Matthías þegar hann var áttræður.
1.
„Nú fór vor Sólveig til sólar“,
en sex tigir vetra
senn eru frá því ég sá þig –
sá þig og trúði –
trúði að ég öreiginn ætti
allt sem var fagurt,
indælt og hugljúft og heilagt
á himnum og jörðu.
2.
Svo varstu fögur sem Freyja
og fóstra þín, landið;
faðmur þinn hló mér sem himinn
á heiðríkum morgni:
stórmannlegt upplit og enni,
og augnanna perlur
brunnu sem ódáins eldar
af ástum og blíðu.
3.
Skein þá hinn blikandi Breiði
sem brúðsalur Drottins;
skínandi skarband á milli
Skorar og Jökuls;
syngjandi fuglar á sundum
en svanir í lofti,
en æður í hagsælum hjúskap
á hreiðrum sér undu.
4.
Man ég þann morgun, ég lenti
og mann einn ég spurði:
„Segðu mér satt; hver er kominn?“
„Hún, sú er hér var í fyrra!“
Ég hrökk við og þagði –
heyrðist sem hljóðskærar klukkur
mér hringdu við eyra,
boðandi bernskunni fögnuð
blessaðra jóla.
5.
Ljórann ég þekkti hinn litla;
ég leit upp og brosti.
Svarið kom aftur með augans
ódáins máli:
Talsímans hugljúfa, hreina
Helgu hinnar fögru.
Varir ei bærðust, sem biðu
blossandi kossa.
6.
Man ég á sæ og í sölum,
er sat ég og þráði,
þá benti hún í hávaða hinna
á hjartað í laumi.
Vissi ég víst að þar voru
vísnastef falin!
Sigrúnar söngvar þar bjuggu
í sjöunda himni.
7.
Meinuð var ástin, en okkar
var yndið því meira.
Ástin er lífið, en lostinn
er logandi eldur,
ókind, sem ungbarnið ginnir
frá elskandi móður,
norn, sem hinn saklausa svíkur –
og sveltir á drafi.
8.
Sá ég að sköp okkur skildu,
og skapþungt var báðum,
og sverðið við samráða létum
vors saklætis gæta,
þess vegna hjörtun vor héldu
sig hraust fyrir lífið,
og því urðu ástatár okkar
að árdögg á liljum.
9.
Man ég er fleyið mig flutti
frá fundinum hinsta;
sá ég að barmur þinn bifðist
þótt bros léki á vörum.
Sá ég hvar sastu í leyni
með sólbrá í augum.
En Jökull og Skor okkur skildu
og skautuðu svörtu.