Raunabót | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Raunabót

Fyrsta ljóðlína:Mig langar að finna þig, ljósfagra mær
bls.28
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) fer- og þríkvætt aabbO
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Mig langar að finna þig, ljósfagra mær,
og leggja að mér vangann sem er mér svo kær,
því hér er svo eyðilegt umhverfis mig.
Ég ætla svo fjölmargt að segja við þig
og kveða um þig dálítið kvæði.
2.
Og hjarta mitt bifast svo eirðarlaust, ótt,
og aldrei það hvílist um dag eða nótt,
því bæði að utan og innan frá mér
er ýmislegt beitt sem mig stingur og sker,
– en þú getur læknað mig, ljúfa.