Eitt kvöldvers | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eitt kvöldvers

Fyrsta ljóðlína:Gefi oss öllum góða nótt
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.6
Bragarháttur:Sextán línur (tvíliður) fer- og þríkvætt ababcacaddefefef
Viðm.ártal:≈ 1735–1755
Flokkur:Sálmar
Tón: Eilíft lífið er æskilegt

Gefi oss öllum góða nótt
Guð fyrir utan stans
svo vér nú megum sætt og rótt
sofa í faðmi hans.
Vakt haltu yfir vorri sæng,
verndarinn Ísrael.
Skýl oss með þínum vörslu væng,
vor kæri Emmanúel.
Annastu oss á bak og brjóst,
í blundi og vöku leynt og ljóst.
Hvör dúrinn öðrum sætari sé,
síðarsti bestur þó,
hvör dagurinn öðrum indællre
í herranum Kristó,
hvör fögnuður öðrum farsællre
en farsælust eilíf ró.

Amen.