Úthall | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Úthall

Fyrsta ljóðlína:Upp, mín sála og allt mitt sinni
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.5
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) ferkvætt AAbb
Viðm.ártal:≈ 1735–1755
Flokkur:Sálmar

Tón: Jésús Christus er vor frelsari

1.
Upp, mín sála og allt mitt sinni,
upp, mitt hjarta, rómur og minni,
upp til himins úr eymdar dal,
uppbyrja drottins lofgjörð skal.
2.
Tíma dagsins tekur að halla,
telur Guð vora daga alla;
til þess sparar oss tryggðin hans
töpun að varni sérhvörs manns.
3.
Hærsti Guð í himnaríki,
hjálpin þín aldrei frá mér víki;
hönd þín mig verndað hefur í dag,
hjúkraðu í nótt með sama lag.
4.
Afvega lát mig aldrei ganga
alla mína daga langa;
afhendan seg mig aldrei þér,
allt mitt ranglæti fyrirgef mér.
5.
Ljósa í skiptum lífs og dauða
láttu mig öngra kenna nauða,
ljós þinnar dýrðar lýsi mér
ljósbirtan þegar stundleg þver.
6.
Lofi þig allar lifandi kindur,
lofi þig himinn, sjór og vindur,
lofi þig englar, lofi þig menn,
lofi þig allt hvað er. Amen.