Þorsteinn Erlingsson | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þorsteinn Erlingsson

Fyrsta ljóðlína:Hann kom í söngdísa sal
bls.0
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) þríkvætt aBBaB
Bragarháttur:Fimm línur (þríliður) þríkvætt aBBaB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1914
1.
Hann kom í söngdísa sal,
samferða kauphyggjumönnum,
öllum í heimsfrægðar önnum!
Verkfærið velja sér skal —
hljóðfærin lágu þar hrönnum.
2.
Strenghvell og stormrödduð, öll
stórveldi af blundandi hljómum
stóðu þar, glúpin og gjöll:
hlekkjaðir andar í höll —
drengurinn drap við þau gómum.
3.
Losnuðu liðugt og snjallt
leiftrandi raddir að bragði,
hverskonar hljóð var þar falt —
höfuðiö hristi’ann og þagði,
jafnnær, en ósæll, við allt.
4.
Frægðin hans biðjandi beið.
Bara’ hann þau fjölræmdu noti!
Honum af sérhverju sveið —
hljóðpípu heiman úr koti
greip hann, og gekk sína leið.
5.
Hann fór svo hirðlofsins van —
hristandi af vængjunum böndin,
raddmýkri syngjandi svan.
Villt út um vordrauma-löndin,
leikandi á pípuna Pan.