Heimslystavísur* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heimslystavísur*

Fyrsta ljóðlína:Vakrir hestar, vígðir prestar, vænar píkur.
bls.35
Bragarháttur:Braghent – samrímað – skjálfhent (Barkarljóð)
Viðm.ártal:≈ 1725
1.
Vakrir hestar, vígðir prestar, vænar píkur.
Þetta flestallt víða víkur,
varan besta um landið strýkur.
2.
Hesti að ríða um hauðrið víða heims er kæti,
presti að hlýða mesta mæti.
Meyjunnar blíða er eftirlæti.
3.
Hest um grundir hafa menn fundið helst við sinni,
prest ef stundar standið inni
og stúlkuna undir rekkjóðinni.
4.
Hestur fjögur hundruð kostar og herleg tygi,
þrifinn prestur þrisvar níu,
þorngrund besta áttatíu.
5.
Eigðu prestur ungan hest og ágætt kvendi,
þú hefur flestallt þá í hendi
það hið besta hér innlendis.