Unnustan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Unnustan

Fyrsta ljóðlína:Hamingjan gæfi eg hefði mér fljóð
bls.109–110
Viðm.ártal:≈ 1825
1.
Hamingjan gæfi eg hefði mér fljóð
en hvörn; hún skal vera, það man eg nú ekki:
tærilát, sparsöm og tryggvasta blóð,
tilsýndar viðlíka og hún sem eg þekki;
langt betri í geðinu en Gröndal og ég,
góðsöm en dálítið stuttaraleg.
Hægra er að óska sér en að fá
í henni veröld stúlku þá.
2.
Í húslegri sýslan er hagnýtir allt
og hannyrða-steinka sú besta eg kenni,
góðsöm og hugul ef geð mitt er kalt,
gjöri eg það sama nær stutt er í henni;
koss vil eg hafa og kaffe þá vil
hvört það er nóg eða slétt ekki til.
Hægra er að óska sér en að fá
í henni veröld stúlku þá.
3.
Fallega vaxin og framhreifa smá,
fæturnir eins og á þrévetru barni,
ekki so lítil og ekki so há,
ekki so gild eða blóð eitt og kjarni;
hafi eigi mitti yfir hálffjórðu spönn,
hnöttótt um lífið og útlimagrönn.
Hægra er að óska sér þannig og þrá
þvílíkar stúlkur, en að fá.
4.
Hefji sig brjóstanna hvikandi fjöll,
*hliðin sé bunguð að fannhvítum dali,
háls veri lágur og litur sem mjöll,
lyfti undir hökuna stallaður bali.
Lengur en til hökunnar lýsing ei nær;
lánsamur væri eg ef hreppti þá mær!
En – hægra er að óska sér en að fá
í henni veröld stúlku þá.


Athugagreinar

*4.2 ;hliðin; ef til vill misritun fyrir ;hlíðin;.