Brávallarímur – önnur ríma | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Brávallarímur 2

Brávallarímur – önnur ríma

BRÁVALLARÍMUR
Fyrsta ljóðlína:Skollvalds kera sendi eg sjó
bls.bls. 9–16
Bragarháttur:Stafhent – klifað (staghent)
Viðm.ártal:≈ 1750
Tímasetning:1760
Flokkur:Rímur

Skýringar

(Staghent)
1.
Skollvalds kera sendi eg sjó
sjóar röðuls veitir, þó
þróist lítið mærðar mál,
mála hvessi löngum stál.
2.
Stála gjöfgvum tæri Týr
Týrs öldrykkju mála ýr,
ýrinn spenndan fæ sem fyr
fyrir hlýjan geysu byr.
3.
Byrja manig stuðla stag
staghent smíðast kvæðalag,
lagað getur mærðir mín
mín söngvölva er fagurt skín.
4.
Skín í heiði sjáleg sól,
sólin hjartað kæti ól,
ól sitt meiðma Skjöldur skáld,
skáldi gefur Fróða sáld.
5.
Sáldað hef eg Fjölnirs feng,
fenginn snúið ljóða streng,
strenginn slitið harma hér,
héra gladdan ísa ver.
6.
Versins drauga syrpu sjón,
Sónar öl fyrir utan tjón
tjóni firrtur venst eg við,
Viðris oft um rúnu mið.
7.
Miðgarðs slöngu hari hreinn,
hreinn í sinni, þiggur einn,
einn til búinn kveða kann
kannske sögu formálann.
* * *
8.
Formálann so þrýtur þar,
þar sem göfug djásna Var
var Hræreki glöðum gift,
giftan fylgi menja skrift.
9.
Skriftin greinir (sjónir sjá).
Sjálandi var Helgi á,
á nær frænings kemur kör
kör þá slöngu linnir ör.
10.
Ör lét búa mastra mar,
marinn skall á súðum þar,
þar sem rétti kólga kló
kló þenjandi dröfnin hló.
11.
Hló við dælu lerað löng,
löng marvölva kvað og söng,
söngla lætur hvassan hjör
hjörs teinungur frægðar ör.
12.
Ör gaf mörgum sikling sá,
sá valangur reiða má,
már valkastar listugt lék,
lék og gæfan við Hrærek.
13.
Hræreks mála blóma bar,
barnið fæddi ágætt þar,
þar nú hermir saga sönn
sönn um Harald hilditönn.
14.
Hilditannar buðlungs bur
bur fékk nafnið vegligur,
vegligur so þótti þar,
þar með tennur gulllegar.
15.
Gulli fegri skaptur skein,
skein so gladdist hringa rein,
reynir bauga vaxa vann,
vann þrevetur kallast hann.
16.
Hann við jafnast þegna þá
þá tólf ára, er finna má,
má þó enginn þeirra þar
þar til líkjast kóngssonar.
17.
Sonur kemur Svásaðar,
svásligur því hlýrnir var,
varar lungum ægir á
álfar tjörgu hrundu þá.
18.
Þá lét búa Ívar áls
ála á brattan Mýsings háls,
hálsuðu breiðu bárurnar
báru traustir Sleipnirar.
19.
Sleipnir súða gretti grön,
grön fýlandi dröfnin vön,
vön sig þenja gjörði gjálp,
gjálp með sinnar eiðu hjálp.
20.
Hjálaði barmi arins elds
Eldirs drottni byrjar felds
felda vísa lungum leið,
leið margotar runnu skeið.
21.
Skeiðir prýddu löngum ljós,
ljósin trega á rákum sjós,
sjós ei fengu gumnar grand,
grandlaust áðu við Sæland.
22.
Sælands hara buðlungs boð
boða hann komi fram á gnoð,
gnoða ljósa þundur þá
þá drottningu sagði frá.
23.
„Frá eg“, tjáði gimsteins grund
grundar verði þessa stund:
„Stundar mæta veislu í vil
viljum stofna kvaks með yl.“
24.
Ilja kvistar Örvandils
ilmar dyggðum sunna hyls,
hylja ljósin valdi væn,
væn lét búa hvílu kæn.
25.
Kæna hvíldar nú var ný,
ný þar komu klæðin í,
í háfeta þrepskjölds þar,
þar á miðju gólfi var.
26.
Var gimsindra, talið tér,
tér við kóng hann sofi hér,
hér með greini lauka lind
lyndisgóðri drauma mynd.
27.
Myndað blundinn fylkir fær,
fær vakandi lífsins blær,
blærinn frí af dauða, draum,
draumsins rúnu lýsir glaum.
28.
Glaumvars eyri tölu tér,
tér nú gramur: „Þótti mér,
mér hjá skógar völlur var,
var einn hjörtur líka þar.
29.
Þar úr álmi skundar skjótt
skjótt hlébarður, hafði þrótt,
þróttugur með fagurt fax,
fax bar litinn Hölga þaks.
30.
Þaktan prýði, sem eg sá,
sá eg hjörtin drepa þá,
þá með hornum hlébarðinn,
hlébarðs dofnar fegurðin.
31.
Fegurð brestur, flugdrekinn
fljúgandi kom þetta sinn,
sinni mínu ógnar einn,
einn þar hjörtinn reif óseinn.
32.
Seinn til hjörtur varnar var,
var og líka deyddur þar,
þar næst leit eg birnu brátt,
brátt sem *húninn fylgdi dátt.
33.
Dátt við lætur þennan þar,
þar sem drekann fljótt að bar,
bar af honum meiðsla mein.
Meina eg lokið draumsins grein.
34.
Grein vitrunar fór eg frá,
frá nam blundur hverfa þá“.
Þá nam svara drottning dýr:
„Dýr mun þessi vitran skýr.
35.
Skýrleg ráðin þaug haf þú
þú skalt varast, kóngur, nú,
nú og síðar eðli í
Ívar jöfur, gáðu að því.
36.
Því að fylgjur kónga kyns
kynstór Baldur leit hjörsins,
hjörva boðar frekan fund
fundinn draumur nú um stund.
37.
Stund ef fengi gjæfu gjört,
gjört þú ættir ei þann hjört,
hjört, sem dreymdi þanninn þig,
þig hann merki uggir mig“.
38.
Mig skal fýsa talið tjá,
tjáist Hrærek víkja þá,
þá með liði ólpum í
Ívars til við glaumungs bý.
39.
Bileygs mána þundur þá,
þá elliða kóngs gekk á,
ágætlega heilsar hann,
hans sifjungur þegja vann.
40.
Vann ei dvína Hræreks hjal,
hjalar nú sem greina skal:
„Skal til reiðu veislan víst,
víst mér yður bjóða líst“.
41.
Líst Ívari gegna greitt:
„Greitt mig iðrar þetta eitt,
eitt sinn gaf eg, þengill, þér,
þér til eignar sprund frá mér.
42.
Mér skal þykja undur ei,
ei þó búi hjörs við Frey
Freyjan djásna virta vel,
velur annan hyggju þel“.
43.
„Þel mitt“, hjalar Hrærekur,
„hrærir lífsins fögnuður,
fögnuð vekur gullbaugs gátt,
gáttin spennsla ann mér dátt“.
44.
Dátt ei lætur þengill þar,
þar so mælti, reiður var:
„Var mér sagt“, hann þuldi „það“.
Það í hvörs manns munni kvað.
45.
Kvað bur jöfurs Helga Harald,
Harald líkan auðs með vald,
valdráði, sem kænsku kann.
„Kann þig væla lengi hann.
46.
Hans þig læt eg verða víst
vísan pretta, en dulinn síst,
síst til hæfir þorngrund þið,
þið so báðir, haldið við.
47.
Víðsvalar því glans með gjald
gjald þú björk á Helga vald,
valds ef brestur fegurð fljót
fljótar vekja hefndir mót“.
48.
Móti Hræreks tungu tal
talar: „Víst eg hefna skal,
skal ei missa hringa Hrund“.
Hrundu tali við þann fund.
49.
Fundinn slitu, en Ívar
ýfinn lætur ranga mar
mars um rastir hlaupa hann,
hann Reiðgota vangur fann.
50.
Fann Hrærekur liði leið,
leið eggslétta heim so reið,
reiði smýgur eitrið inn,
innra kvelur brjóstsviðinn.
51.
Sviðin dyggð úr brjósti brann,
brann af sifjungs rógi hann,
hann sér falsið melti með,
með honum leyndist heiftar geð.
52.
Geðs um mæski fer eg frá
Fráríðanda hrímkálks lá,
láin æða sofnuð senn,
senn ef hitnar kveð eg enn.
53.
En eg skjaldan sjónum sá
sá ölheitu um daginn há
Háva þess, er Óðreyrs á
á, og bestu skáldin fá.


Athugagreinar

32.4 „húninn ef til vill misritun fyrir „húnninn“.