Fyrsta sunnudag eftir þrettánda | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 14

Fyrsta sunnudag eftir þrettánda

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:En þá tólf ára Jesú var
bls.17–18
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBoCoC
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Evangelíum Lúk. ij (42–52)
Með tón: Lof söng Guði mey Máría.
1.
En þá tólf ára Jesú var
upp til musteris gengu,
þrisvar um árið það til bar
þessi boðorð að fengu.
Liðin var frá sú hátíð há
og hlýtt Drottins lögmáli.
Jesús var þá sá allt gott má
eftir í Jerúsalem.
2.
Foreldrar víst ei vissu það,
vonandi hann með lýði,
eina dagferð svo fóru af stað
fyrr en því gjörla tryði.
Kunnugum hjá hann hvörgi sjá
hvað þeim aflaði sorgar,
snúandi þá veg aftur á
allt til Jórsalaborgar.
3.
Eftir þrjá daga hitta hann
hjá þeim lærðustu mönnum
í musteri og þá mennta kann
með vísdóms örleik sönnum,
við hvað þeim brá og sagði svá
hans signuð elsku móðir:
Því jókstu mér þá svo sára þrá,
sonur minn hjartagóður.
4.
Jesús mælti við móður sín:
Mig undrar það þið bæði
svo lengi þvinguð leitið mín,
lúin af sorg og mæði.
Vitið ei það í annan stað
að boð föður míns rækja
hvað hann ákvað, mér bauð og bað,
bar mér það fyrst að sækja.
5.
Undirstóðu þau ekki þá
orðræðu gjörla slíka,
Jesús þeim hlýðnast eftir á
og að Nasaret víkja.
Máría bar í brjósti þar
hans blessuð orð hin sönnu.
Hans þroski var með visku snar
virtur hjá Guði og mönnum.
6.
Hátíðir ársins hefur þú sett,
herra, þitt orð að læra.
Gef þú að vér það rækjum rétt
reykelsis fórn að færa,
framast sem ber að þóknast þér,
þar næst föður og móður.
Lát börnin vor svo breyta sér
sem býður þú, Jesús góður.
Vísan
1.
Foreldrar Jesú milda
að jafnlengd hvört ár gengu
upp til Jerúsalem
á tíð páska fríðri.
Enn einninn með barnið
ára tólf þangað fara,
trega það í þrjá daga,
þar Krist frá sér misstu.
2.
Sett hefur sjálfur Drottinn
samkundur mannfunda
að hlýða rétt hans ræðu
og ritning sem það vitnar
að furðulega Guð gjörði
við góða menn sem vel trúðu.
Pínu ranglátir reyna,
raunir og straff að launum.