Bæn um guðlegan afgang | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bæn um guðlegan afgang

Fyrsta ljóðlína:Herra Jesú, eg helst bið þig
bls.327–328
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBccB
Viðm.ártal:≈ 1600
Lag: Heiður sé Guði
1.
Herra Jesú, eg helst bið þig,
heyr mig fyrir þinn dauða.
Af öllum frelsa eymdum mig
og fyrir blóð þitt rauða.
Líka fyr helgast holdið þitt
hjálpsamlegt gef sé andlát mitt,
svo kenni eg ei kvala nauða.
2.
Upp lát mitt hjarta, sál og sinn,
sætasti herrann góði,
og heilögum anda hell þar inn
hvör að í sorgar móði
huggi mig og í hvörs kyns neyð,
helst þá síðast mig þrengir deyð,
þá næri með þínu blóði.
3.
Láttu hann geyma lífið mitt,
líferni öllu ráða,
innræta í hjartað orðið þitt,
ást til þín kveikja bráða,
af eilífum deyð mér og frelsan fá
en falli þá burtu heimi frá,
sál mína þú sjálfur náða.
4.
Því að frelsarinn þú minn ert,
þíns föðurs stillir bræði.
Frá pín hefur mig frjálsan gjört,
er forþéntu líf, sál bæði,
síst fyr gull né silfrið hvítt,
sannlega heldur blóðið þitt
er hjartans rann út af æði.
5.
Við eðla traustið orða þín
og ástarræðu sæta,
vil eg þá dauðinn vitjar mín,
volduglega mig kæta.
Ó, Guð styrk mig fyrir anda þinn,
önd mína tak í fang þitt inn
og lát hana miskunn mæta.