Á skírdag | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 30

Á skírdag

GUÐSPJALLASÁLMAR EINARS Í EYDÖLUM
Fyrsta ljóðlína:Þá kvöldmáls tími kominn var
bls.35
Bragarháttur:Hymnalag: aukin stafhenda
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Á skírdag
Evangelíum Matt. xxvj (17–29)
Með hymnalag
1.
Þá kvöldmáls tími kominn var
Kristur við borð að settist þar
með lærisveinum og sagði svo
en sorg og tregi í brjósti bjó:
2.
Af hjarta hefur mig lengi lyst
lambsins neyta með yður fyrst,
áður eg líð, því ekki má
oftar neyta þess jörðu á.
3.
Kaleikinn tók og mælti meir:
Með yður honum að skipti þér;
vínberslög kenn eg ei á
upp frá þessu nú mönnum hjá
4.
fyrr en eg held það hreint og nýtt,
í himnaríki, sem oss mun býtt;
tók þá brauðið og braut í verð,
blessandi það með þakkargjörð.
5.
Takið, etið, það er mitt hold
fyr yður gefið og syndavöld;
í minning mína það haldið hér,
hann um brauðið nú þetta tér.
6.
Þá kvöldmáltíðin var enduð enn
að þeim kaleikinn rétti senn:
Drekkið allir, það er mitt blóð
og nú sú nýja kvittan góð.
7.
Til syndalausnar sem úthellt er,
yður gefið svo minntust þér
mín svo oft fyrir dýran deyð
sem drekkið þar af um lífsins skeið.
8.
Holdið og blóð þitt, herra minn,
hefur mig lífgað, þrælinn þinn;
gef þú Jesús eg þroskist því
þessu samneyti jafnan í.
(Vísnabók Guðbrands 1612; útg. 2000, bls. 35)