SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3064)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Guðspjallasálmar Einars í Eydölum 13Þrettánda dag jólaFyrsta ljóðlína:Þá barnið Jesú borið var í Betlehem
Höfundur:Einar Sigurðsson í Eydölum
bls.16
Viðm.ártal:≈ 1600
Tímasetning:1612
Flokkur:Sálmar
Skýringar
Þrettánda dag jóla
Evangelíum Matt. ij (1–12) Með lag: Ó Guð vor faðir sem í himeríke ert 1. Þá barnið Jesús borið var í Betlehem,þeim Davíðs stað á Júðajörð, í tíð Heródes harða, sjá þú, þá gjörðu vitringar úr Austurheim til Jerúsalem fræga ferð sem svo segjandi verða: Hvar er nýfæddur kóngur klár, kominn til Júða sveita, hvörs stjarna fögur fyr oss gár? því förum vér hans að leita. Heródes varð þá hér við fár og hoffólk staðarins teita.
2. Kænlega spyr því kennimenn hvar Kristur skalfæðast sá sem fyr var spáð? Allir á einn veg svara: Í Betlehem Júðalands svo er það tal af spámanninum tínt og tjáð það skuli þar til bera. Orð spámanns þau eru þess verð að ört megi hjörtun skera, þú Betlehem á Júðajörð nafnfrægust víst mun vera. Út af þér mun yfir Guðs hjörð einn hertogi hæst lof bera.
3. Við vitringa hann leitar leynt með lymsku að,nær stjarnan björt birtist þeim bauð til Betlehem sækja: Farið, kvað hann, sem greiðast má í greindan stað, sækið það blessað barnið heim sem best þér kunnið rækja. Þá þér finnið þann fríða svein færið mér þau tíðindi, hann af sannri heiðursgrein hitti eg með fórn í hendi. Mín ástarbæn skal ekki sein ef eg þar fyrstur lendi.
4. Kónginum nú sem höfðu hlýtt þeir héldu af stað,strax sjáandi stjörnu þá er stýrði þeim fyrra sinni, fagra ljósið fyrir þeim rann og þekktu það, þar til hún gjörði kyrr að stá yfir hvar barnið var inni. Hjartaglaðir það líta ljós, lotning þeim sveini veita; gengu inn í það helga hús, hans þá ei lengra leita; með sinni móður var sæmdar fús sveinninn þar eð yxnum beita.
5. Fyrir því barni féll á hné með fésjóð hvör,framseljandi fórnir þær sem hér skal gjörla greina, lútandi nú með nákvæmd þeim af náð er ör og ljúfum harla hjarta kær, gefa fyrst gullið hreina, reykelsi og myrru með; mildur Guð lét þeim benda að finna ei kóng þann fyrr var téð, fóru því leið ókennda aftur á veg sem engill réð, austur í heim svo venda.
6. Oss heiðnum mönnum hefur þú Guð nú líka lýst,leiðarstjörnu þitt ljúfa orð gefið svo glöggt að kenna. Því skæra ljósi gef vér mættum fylgja fyrst til sonar þíns að flýta ferð og faðma svo sveininn þennan, honum að færa hreina gull, halda vel trúna skæra; að reykelsis ilm er æran full ástsama bæn að læra. Myrru fórn bætir meinin öll þó megi oss nauðir særa. Vísan
1. Ljós stjarna veg lýsir,leið vitringum greiðir, allt til Jerúsalem úr Austurheim þar kómu, spyrja að hvar hann væri, hugprúður kóngur Júða, það heyra, þá fóru þangað með fórnir ganga.
2. Hvör er nú huggun meirien heiðnir menn til þín leiðast? Jesús minn og mér lýsir einn veg nú svo seinna. Mig leiða Guðs orðin góðu, gagnskær, þér heim færa. Fórnir þær þú girnist, það er klár hugur með tárum. |