Andlátsorð Þorkels Mána | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Andlátsorð Þorkels Mána

Fyrsta ljóðlína:Engi meini mér
Viðm.ártal:≈ 0
Engi meini mér,
manni dauða nær,
að leita liðs hjá þér,
ljóssins faðir kær!
Þig minn andi undrast tíðum hefur,
og á þína miskunn nú sig gefur.

Ljós, sem lýsir mér
lífsins vegum á,
dauðlegt auga er
æðra neitt ei sá,
þínar á haug minn þyrpist geislaraðir,
þér eg dey – eg dey þér ljóssins faðir!

Hafi eg heimi í,
herra, styggðan þig,
treysti eg samt því,
þú að náðir mig;
öndu minni verndan þína vel eg,
vongóður þér sálu mína fel eg.