A 084 - Hymn. Festum nunc celebre | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 084 - Hymn. Festum nunc celebre

Fyrsta ljóðlína:Nú er á himni og jörð
Höfundur:Maurus, Rhabanus
bls.Bl. LVv-LVIr
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður+) þrí- og tvíkvætt:ababccdd
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Fyrirsögn: Hymn. Festum nunc celebre
Skothent rím, hrynjandi óregluleg.
Nú er á himni og jörð.
Auk Sálmabókar Guðbrands 1589 er sálmur þessi varðveittur í: sb. 1619, bl. 54–55; sb. 1671, bl. 91–92; sb. JÁ. 1742, bls. 173–174; sb. 1746, bls. 173–744; sb. 1751, bls. 291–292; gr. 1607 (í viðauka) og allir gr. síðan; s-msb. 1742. — Lagið er í sb. 1589 og 1619, gr. 1607 og öllum gr. siðan.
„Sálmurinn, 6 erindi, er þýðing á latínskum hymna, „Festum nunc celebre“, sem eignaður er Rhabanus Maurus, síðast erkibyskupi í Mainz (f. ca.   MEIRA ↲
Hymn. Festum nunc celebre
[Nótur]

1.
Nú er á himni og jörð
hátíð fagnaðarfull.
Syngi því sanna lofgjörð
syni Guðs, kristnin öll.
Drottinn með dýrð sinni
dyr himna opnaði
oss aumri þjóð
af sætri náð.
2.
Engin tunga í heim
um þann fögnuð og tign fær
diktað sem á degi þeim,
dýrðlegast birtur var.
Réttlætis sanna sól,
son Guðs á himnastól
með englaher,
uppstiginn er.
3.
Hann hefur vissan veg
vísað öllum upp til sín.
Á trúnni mun liggja mjög,
maður, vel gættu þín.
Alla Guðs náð og góss
gefur rétt trúan oss.
Vatn, andi, blóð
votta það þjóð.
4.
Jesú, vér biðjum þig,
að í þessum eymdardal
fylgd þín og náð föðurlig
forði oss vítiskvöl.
Þitt lán með þakkargjörð
þiggja lát oss hér á jörð.
Gef oss girnd þá,
þér verða hjá.
5.
Eins sem fyrri frá jörð,
fórst þú upp á himna hæst.
Með vald og mestu dýrð.
munt þaðan aftur sjást
á dómsins degi þeim
sem englar sögðu heim.
Tign og ást þín
oss forði pín.
6.
Einn Guð, þó þrenni með,
þig af hjarta lofum vér,
að oss hefur auma séð,
af mildi tókst að þér.
Við hreina trú oss halt
svo hljótum vér þetta allt.
Vert þú vor hlíf,
veit eilíft líf.