A 081 - Postquam resurrexit. Á uppstigningarhátíð herrans Kristi* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 081 - Postquam resurrexit. Á uppstigningarhátíð herrans Kristi*

Fyrsta ljóðlína:Kristur til himna upp fór
bls.liiij
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður+) þrí- og ferkvætt:aabb
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

„Í öllum sb. er sálmurinn 4 erindi, og er 1. er. þýðing á latínsku erindi, „Postquam resurrexit“, sem fylgir með í sb. 1589 og 1619 og tekið er upp úr sb. HTh. (bl. 96), sem að eins hefir þetta erindi og danska þýðing á því. Þýðandinn hefir þó einnig haft hér til hliðsjónar annan sálm, sem er eftir Hans Thomissön sjálfan, hinn nafnkunna sálmabókarútgefanda (d. 1573), „Jesus Christus er opfaren“ (sb. HTh., bl. 98), og eru þaðan tvær fyrri ljóðlínur 1. er. Úr sama sálmi virðist og tekið 3. og 4. erindi íslenzka sálmsins. En 2. er. „Jesú   MEIRA ↲
Postquam resurrexit
Má syngja eins og: Resurrexit Christus.*

1.
Postquqm resurrexit
in coelos ascendit
Christus saluator Dominus
dans dona hominibus.
Kyrieeleis
2.
Kristur til himna upp fór,
sitjandi hátt yfir englakór
og gefur oss gjafir á alla lund.
Honum sé heiður á hvörri stund.
Kyrieeleis.
3.
Jesús uppstígandi,
oss af himnum sendi
heilagan anda, huggarann.
Af hjarta skulum vér dýrka hann.
Kyrieeleis.
4.
Hjá Guðs hendi hægri
hátt situr vor lausnari
og friðar oss við föður sinn.
Frelsar og verndar allt mannkyn.
Kyrieeleis.
4.
Ef hann ei upp færi,
ei kæmi sá huggari.
Herrann Jesús af heimi gekk,
heilags anda gjöf sínum fékk.
Kyrieeleis.

* Það vantar „s“ í „Christu-s“ en nauðsynlegt að bæta því við til að fá rétt fall. Líklega stenst orðmyndin „Christu“ ekki í latínu.


Athugagreinar

Postquam resurrexit er fyrsti sálmurinn sem syngjast skal „Á uppstigningarhátíð herrans Kristi.“