A 039 - Annar sálmur af umskurn Kristí | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

A 039 - Annar sálmur af umskurn Kristí

Fyrsta ljóðlína:Sá frjáls við lögmál fæddur er
bls.xxj--xxij
Bragarháttur:Aukin ferskeytla án forliðar
Viðm.ártal:≈ 1575
Flokkur:Sálmar

Skýringar

Sálmurinn er þýskur, eftir Jóhannes Zwick (d. 1542), „Der von dem Gesetz gefreiet war“ og er þýddur beint úr þýsku. Sálmurinn er átta erindi. Hann var endurprentaður í grallara 1594 og síðan í grallara 1607, þar með lítilsháttar breytingum í 2. og 8. erindi og héldust þær síðan. Þá var hann prentaður í sb 1619, bl. 20–21 og s-msb 1742 (Prestavillu). „Sálmurinn var ekki tekinn upp í sb. 1800 – 1866, en er með breytingum í „Nýr viðbætir 1861 og 1863“ og í sb. 1871 – 1884.“ (PEÓl: Upptök, bls. 80).
Nótur eru með sálminum í Sálmabók Guðbrands 1589.
Annar sálmur af umskurn Kristi.
D. Johann Zuick.

1.
Sá frjáls við lögmál fæddur er,
flekklaus synd öngva gjörði,
með Adams börnum öðrum hér
á sig lagði þá byrði.
2.
Hvar með lögmáli leystir af,
lengur kann oss ei saka.
Kvittun þessa Kristur gaf,
kom það á sig taka.
3.
Fyrir oss Guðs son eingetinn
úthellti blóði sínu,
þar með leysti hann lýðinn sinn
frá lögmáls oki og pínu.
4.
Þeim son Guðs veitir sigur þann,
sá er við lögmál kvittur.
Fyrir því Jesús heitir hann,
hjálp og lausnari réttur.
5.
Þó fá þeir ekki frelsið það,
sem framar í glæpum liggja,
líka sem hvað vær hefðunst að,
hans náð muni ei styggja.
6.
Drottinn segir: „Þinn Guð er eg.
Áttu því frómur að vera.
Miskunn og náð vil eg veita þér,
vilja minn skaltu gjöra!“
7.
Ó, Guð, veit þú oss visku þá,
vorn hug umskeri þinn andi,
að gjarna höldum oss í frá
illsku og syndagrandi.
8.
Forhúðarlyst oss forðum mjög,
í fórn þér hana gefum.
Af þinni náð á allan veg
eftir vild þinni lifum.
Amen.