Tittlíngs minníng | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Tittlíngs minníng

Fyrsta ljóðlína:Mjög er nú hljótt í söngva sæti
bls.366
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbcc
Viðm.ártal:≈ 1775
Tímasetning:1774

Skýringar

Um þetta kvæði ritar Sveinn Yngvi Egilsson (Textar og túlkun, greinar um íslensk fræði. Háskólaútgáfan 2011, bls. 98):

undarlegt sambland af heimsborgaralegu
háði og viðkvæmum trega. Mér er til efs að annað skáld hafi ort svo
hjartnæmt kvæði um ellidauðan kanarífugl
1.
Mjög er nú hljótt í söngva sæti, –
sá fór í burt er skemmta nam, –
er þá mitt fegurst eftirlæti
orðið að dauðum tittlings-ham?
Ó gæti ég lífgað aftur þig!
Ó, hvað það mundi gleðja mig!
2.
Ef lifði Túllín enn hjá Dönum,
um þig sá gæti kveðið brag, –
ættfuglar þínir áður honum
yndælan gjörðu maí-dag,
eg má og vitna það um þig:
þú hefur tíðan gladdan mig.
3.
Ætt þín í Roskild ágæt stendur,
upprunninn líka varstu þar,
til Kaupinhafnar síðan sendur,
sáu þig ótal höfðingjar,
ófeilnum tittlings-augum með
eins fèkkstu þeirra dýrðir séð.
4.
Örlaga nornir að þér krepptu,
út byggðu þér frá Hafnar stað
og háöldruðum hingað slepptu,
hafi þær ómak fyrir það! –
Erindi þitt til Íslands var
öðrum að skemta’ og deyja þar.
5.
Þú máttir nefnast utan efa
Íslands klenódí makalaust.
Ei stóð búkurinn út úr hnefa,
innifaldi þó geysi raust,
fiðrið skrautlegan farfa bar,
fágum alls konar teiknað var.
6.
Náttúru þú af höndum högum
hvellrómað gjörðist instrúment,
náttúran tók þig nú af dögum,
náttúran sjálf þér hafði kennt,
mætar náttúrumenntir barst,
meistarastykki hennar varst.
7.
Ó, hvað lystilig yndis-kvæði
á þinn hljómfagra barkastreng
lék hún, þá morgunljómann bæði
lofaði’ og nýjan sigurfeng,
að kaldur unninn vetur var,
vorblóminn gladdi skepnurnar.
8.
Því mundi dauðinn þannig leiða
þig héðan burt frá vorri sjón?
Honum var nær með öllu að eyða
illfyglum þeim sem gjöra tjón.
Yndi var meira að einum þér
en öllum hröfnum, sem jörðin ber.
9.
Þú giftist ekki í þessu landi,
þar til var heldur engin von. –
Ef þú hefðir af ektastandi
eftir skilið þér líkan son,
þá þyrfti ég ekki að mæða mig
með því að vera að harma þig.
10.
Ununar slíkrar eg má sakna
(öll taka að finnast dægur löng)
árla þá eg á vorin vakna
við þann ófagra morgunsöng,
að krummar fljúga að húsum heim
og hundarnir fara að gelta að þeim.