Ljúflingur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ljúflingur

Fyrsta ljóðlína:Sinni trú skal sérhvör lýsa
bls.176–179
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AAbCCb
Viðm.ártal:≈ 1700

Skýringar

Það er sensura yfir þennan Kötludraum. BeM Bech.
1.
Sinni trú skal sérhvör lýsa,
sömuleiðis þar til vísa
sem hún er í nokkru naum.
Ef einhvör vildi eftir hlera
eg vil sama í þessu *gera
kímilegum Kötludraum.
2.
Ekkert höfuð aðgætninnar,
æðstan fésjóð trúarinnar
leggi í bæli svína sinn,
og þótt margur í þeim flokki,
ei vil ég með þeim ganga stokki,
framar skal eg meta minn.
3.
Á ævintýra örgum bögum,
Amorsdikt og lygisögum,
ýmsir trúar festa fót.
En ef réttu eiga að trúa
öfugt við því jörkum snúa
og sannleiksorði segja á mót.
4.
Svo sem nokkurt sannleiksgildi
soddan Kötlu vitran skyldi
áheyrsla ég eitt sinn varð.
Þar fyrir eg þetta skrafa
því eg vildi brotið hafa
í þennan trúarskansinn skarð.
5.
Þennan draum eg það um meina,
því vil eg ei fyrir nokkrum leyna,
að hans er gjörvallt a og ó
upprunnið af æðum lyga
og útflætt þaðan náttúrliga
æð þá *Kölski sjálfur sló.
6.
Nú vil eg hér til líklegt leiða,
og lygaflækju þessa greiða
út af nokkra raka rót
að sá Már og mærin Katla
menn hafa verið til ég *ætla.
Þar er ekki margt á mót.
7.
En þar ræðir um þann Kára
er sem sjávar rísi bára
ólgufull í móti mér.
Að hann skuli álfur vera
og þó hitt að verkum *gera
á þeim lygiboða ber.
8.
Að andi geti kviðgað kvinnu
þó kunni að veita Amors sinnu,
það er nipurt narra spil.
Og þessu auk í þunga svefni,
þar um ekki fleira nefni,
skilnings má hér taka til.
9.
Skal nú fyrst um álfa inna:
Er það víst í sögum finna
að hafi landsfólk heitið það.
En á þeim, eð sögðust svartir,
sem og þeirra, er hétu bjartir,
elfan gjörði aðskilnað.
10.
Eftir þeim nú álfa kalla
(: en þótt margur skynji valla
hvaðan komið heitið sé :)
anda þá sem eigi að byggja
inni þau í fylsnum liggja,
fjandinn uppá fann það spé.
11.
Álf og ljúfling út mér leggðu,
enn framar með rökum segðu
hvaða *sjólum séu það?
Þessir eiga í hólum heima
og hafa marga list að geyma,
artuglega er andsvarað.
12.
Þá hefur guðdóms góður andi
gleymt þeim svo sem óviljandi
fyrir munn sinn, Móisen,
því sköpunar það skortir letur,
skoðaðu hvort þú veist ei betur
ef sú þekking er þér skén.
13.
Ellegar hann í annan máta
ekki hefur viljað láta
vitnast neitt að væru fyr
skaptir svo sem skepnur fleiri,
skilst mér þessi furðan meiri,
enn framar eg að þig spyr.
14.
Hvað eru þá álfa efni
ellegar það þú ljúfling nefnir
annað heldur en andskotinn?
Því ekki munu það englar vera,
ei eru þeir svo vanir að *gera
að byggja í hólum bústað sinn.
15.
Það meinleysi ljúflings lýða
leiðir þig í freistni stríða,
að þar fyrir um þá þenkir gott.
Vill þér svo í vinskap svamla
viðmóts blíðan satans gamla
og sannleiks hana sýnir vott.
16.
En þekkirðu ekki föðurinn fjanda
og fornan djöfuls kænsku vanda?
litum skipta kaskur kann.
Í ljóssins engils líking björtu,
líka í satans fasi svörtu,
sig manneskju sýnir hann.
17.
Lítilsiglgdum líking væga,
líka viðmóts hegðan þæga
eftir tímum temprar hann.
En ef þú grimmum hjúkrar hundi
hvekkir hann þig að síðsta fundi.
Akurmaðurinn orminn fann.
18.
Hér fyrir þér, satt að segja,
(: um soddan ber mér ekki að þegja
glæp ef vildir þekkja þann :)
hvör sem ljúfling heima byggir
helgan skara í burtu styggir
en að sér hyllir andskotann.
19.
Þykir mér nú þessi Kári
þreifanlegur skrattans ári
er Kötlu téði kjasslætið
því anda mun það ekki fjærri
en engill kemur þar hvörgi nærri.
Lítt á söngur sjóferð við.
20.
Að andi mannkyn af sér færði
andi drottins fæsta lærði;
hvaðan mun sú viska veitt?
Því uppfyllingar orðið ríka
ei hefur hjá þeim verkan slíka;
það kemur ekki þar við neitt.
21.
En að andar af sér fæði
anda svo þeir fjölgun næði
rammað hvörgi í Ritning fæ.
Því að þeirra fjöldinn fyrsti
frjóvleiks allan getnað missti;
hann er sami sí og æ.
22.
Viltu því ei með mér meina
missýning hafa verið eina
ef að þessi er saga sönn,
ellegar *Kölski í Kára líki
Kötlu byði linna síki
og litist henni í legorðs önn?
23.
Þá og helst, í þriðja lagi,
það hún slíkt í draumi sæi
álfatrúm til aðstoðar
svo mönnum yrðu meir tíðkaðir
en Már hafi verið barnsins faðir
og Kár til enginn komið þar.
24.
Fyrir því eg fortek eigi
fjandinn ekki krafta megi
á sig taka mynd eins manns
og verulega í vöku eða draumi
veifa slíkum losta glaumi.
Mörg eru vélin morðingjans.
25.
Og þótt fjandinn orka næði
eitt þreifanlegt holds samræði
fremja, þó sé fáheyrt það,
ómögulegt er samt honum
að eiga þar af barn í vonum;
ei get eg því andsvarað.
26.
Nú þar sannleik segðir þetta,
sannleik gjörðir ritning fletta;
sjá hvað af því vaxa vann;
sköpun drottins hvílst ei hefur
honum ef þann titil gefur
hann skapi að nýju úr skratta mann.
27.
Þá er annað þessu verra,
þar eð ræðir lífsins herra,
að hold sé allt af holdi fætt
en andi hvað sem er anda;
er hið sama að tala um fjanda
ef af honum yxi ein ætt.
28.
En síst mun verða satans andi
seinna lífsins aðnjótandi;
öll Ritning það afskaffar.
Þá er sem guðs viljinn væri
vísvitandi (: ef svo til bæri :)
að gjöra mann til glötunar.
29.
Eður með fjandann haft sem hefur,
hvort hún vakir eða sefur,
guð hafi henni gefið inn
sorphænunnar eðlisyndi
en til böðunar sér fyndi
sjálfan djöful, sorphauginn.
30.
Yfirgengur einninn líka
endurlausnar verkið ríka,
þessi furðu fæðing ný.
Á veg hvorn sem því velta næði
vex þar út af loksins bæði
guðlöstun og gikkirí.
31.
En andi drottins öllum bannar
orð sitt, nafn og dýrkun sanna
að leggja nokkra löstun við.
Nú ef einn það gálaus *gerði
galinn er hinn það ekki verði,
báðir rjúfa boðorðið.
32.
Óguðlegt ef einhvör segði,
eg það heyrði og við því þegði,
eitt til samans etum brauð.
innvinkla mig í hans syndum
en afræki með huga blindum
að gæta þess sem guð mér bauð.
33.
Gikkiríi við guð að blanda
og göfug verkin drottins handa,
hvörninn mun þér þykja það?
Soddan aðferð sögguliga,
sjálfum honum mótstæðliga
alfatrú fær orsakað.
34.
Sé ég nú kominn af þeim Ara,
ættar minnar vegna svara:
Er eg þá kominn eins af Már,
en ekki af nokkrum engli eða anda,
álfi, ljúfling, dverg eður fjanda
sem í draumnum kallast Kár?
35.
Hvör sem kemur að vatni víða
og vílar aldrei fram í ríða
rammar stundum reginhyl.
Ef sá framar hér um hirti
og háttalögin fyrir sér virti
betur fyndi botnsins til.
36.
Hvör eyrum gjörir að öllu snúa
og utan beþenkingar trúa
segjast má hann fari á flot
en festir hvörgi fót í grunni,
flýtur svo í ráðleysunni
og líður tíðum leitt skipbrot.
37.
Best er trúarhúsið hafi
hættulausa máttarstafi
svo sem nokkurn fastan fót.
En ef það byggir upp á sandi
ekki er von til lengi standi;
betur fer í botninn grjót.
38.
Efni sannleiks ástæðunni
uppleitist af skynseminni;
hér til bendir herrans orð.
En sú botnlaus Loka lygi,
lík hjá sínum herra þýi,
skúfist undir skilnings borð.
39.
Herrans annað hvort í orðum
eður vitsins byggðum skorðum
trúin festi takmarkið.
Og þótt ei hið fyrra fái
framar öllu þar til sjái
að heiður drottins haldist við.
40.
Sett hefi eg fram af sagna rana
að söggug trú um ljúflingana
halli og skerði drottins dýrð.
En hvör sem þar um þenkja vildi
þreifanlega finna skyldi
hún vottar líka vitsins rýrð.
41.
Svo sem eitt í sagnir færði
son Guðmundar, Jón hinn lærði,
og diktaði úr því drápubrag
að sérhvörn holds þeir sýndu kanta
en sálina skyldi þó til vanta;
kátlegt ásigkomulag.
42.
Að andarlaus þau álfahýði
innum kletta og jörðu skríði,
sem að þó er andans art,
en ófært mönnum alla vegu
utan hinum dýrðarlegu
sem hafa átekið himna skart.
- verba sunt Authoris Jonæ:
Hafa þeir bæði heyrn og mál,
hold og bein með skinni,
vantar ei nema sjálfa sál,
sá er ei hluturinn minni.
43.
Eins og nú um afkomendur
andskotann (: sem fyrri stendur :)
orði drottins er í gegn.
Svo er og einninn slaðrið þetta,
satans gruggug lygaskvetta,
skyni kristins manns um megn.
44.
Að vér guðs, sem ein mynd erum,
anda og hold að skapnað berum,
hinna gáfur höfum síst,
í svo þörfum holdsins háttum,
sem heilagir fyr, þó ekki máttum,
slíkt einbera lygi lýst.
45.
Nú er annað í því fræði
um vitsmuna þeirra gæði
sem Jón lærði segir frá:
að manns aldur, auðnurósir
og hvað meir þú hjá þeim kjósir
giski að forsögn auðvelt á.
46.
En erum vér og allur lýður
álfunum í þessu síður
eftir Adams fallið fyrst,
svo sem þeirra sóma gæði
sívaxandi í blóma stæði
en vér gáfur allar misst?
47.
Er nú hvörjum auðráðandi
af yfirburða slíku standi
sem heilagir væru víst.
En sú Jóns lærða sama drápa
soddan titil lætur glápa
og lofgjörð þá þeim leggur síst.
48.
Þegar hann segir þar við liggi,
þessa ef nokkur álfa styggi,
heilsu-, lukku- og heillabann
en hinn sem við þá heldur ræktir
hafi vísar auðnunægtir
og hvað eitt hann *kjafta kann.
49.
Soddan get eg sérhvör skilji
svo sem djöfull hér með vilji
nauðga manni að sinna sér,
og ýmist það með eftirlæti
ellegar hinu verra sæti,
þeir sem að eru þverlyndir.
50.
Af því hann veit sig allir hata
og ekkert kunni það að bata
nema soddan narraspil.
Að undir slíku álfa nafni
ástum til sín margur safni,
þetta kemur nú þanninn til.
51.
En hatur slíkt og hefnd álfanna
er hafa þeir til mannskepnanna
kalla eg djöfuls contrafey
á þeim sem ei áfram gana
í ást og trú við ljúflingana
og sið uppteknum segja nei.
52.
Hann lætur sig og ljúfling nefna
svo langt skuli ekki nafnið stefna
frá því sem vorn köllum Krist,
ljúfan guð með lofi hvellu
að laumi inn sinni skarnkapellu
þar sem kirkja guðs fær gist.
53.
Lærða Jóns það ljúflingskvæði
læt eg við sín blífa gæði
og andsvars meir ei virða vil
því ein þar lygin aðra rekur
eins og þegar í strokki skekur;
það hefur engin *skilnings skil
54.
utan hvað það af sér gefur
að sá kvæðið baglað hefur
hafi ljúfling haft á dyn
og ærður verið af þeim fjanda
en ekki stjórnast guðs af anda
sem honum væri skroppið skyn.
55.
Hermdu mér nú hvað til kemur
hinum, sem ei við þá semur,
vill þó ekkert verra til,
og tráss þeim niður traðka að botni
en treysta sínum himna drottni?
Gjörðu hér á grein og skil.
56.
Mun það ekki mega valda
að megna þeir ei neitt til gjalda
þeim sem drottinn hefur á hönd?
Hér fá djöflar hrök að stúta
og hökustallinn láta slúta
sem hreifaloppin hundtík vönd.
57.
Orðin Páls, „Sig öll kné beygi
undir jörðu og niður sveigi“,
koma og ekki hér við hót
þar eð allmjög *annars staðar
augun hvar sem til þú laðar
öll guðs Ritning er því mót.
Phil: 2. PS: 10
58.
Sankti Páll um dýrkun dýra
drottins vill hér glöggt frá skýra
sem hvör honum sýna ber
á himni og jörðu, yfir og undir,
um eilífð bæði og tímans stundir,
eins þeir neðri andarnir.
59.
Þeir mega nauðugt lotning líka
lausnaranum veita slíka,
einninn dauðir undir fold,
í tilliti að upprísandi
allir slíka dýrkan vandi
þá sálu er aftur samtengt hold.
Conf: Rom: l4 Ps: 10. ii
60.
Hvorra þeirra hann hér meinar
hafa ei kanntu getur neinar
að þar ljúfling meini hann með
sem aldrei vissi hann áður vera
af orði guðs né skapnað bera;
soddan kom honum síst í geð.
61.
Áþekk orð þar einninn hljóma
í Esajæ *bók spádóma
einum stað af anda guðs
og Jóhannes eins í sinni
Opinberingar bókinni
setur eitt til samjöfnuðs.
Esa: 45: Ps: 23
Apoc: 5. Ps: 13
62.
Allir þssir ásamt greina
um þá dýrð og lotning hreina
sem hvör drottni sýna skal,
hátt og lágt á himni og foldu,
hinir neðri og byrgðir moldu,
svo sem fyrr eg setti í tal.
63.
En það guðs andi þenkti aldregi
þeim að skyldi koma degi
álfatrú af orðum hans
yrði stiftuð meðal manna
móti hans dýrð og boði sanna
eftir þóknun andskotans.
64.
Og ef þennan auka skara
(: óefað eg hér til svara :)
hefði í fyrstu herrann skapt
oss það mundi án alls vafa
almætti sitt kunngjört hafa
og orð hans eitthvað um það haft.
65.
Þú, sem nú ei þreifanlega,
þetta sér, ef grandvarlega
grundar það með greinum sín,
og ei að heldur af vilt láta
álfatrú í nokkurn máta,
vertu þá í villu þín.
66.
Og eigðu það svo undir kasti
að frá soddan guðs nafns lasti
hvort þú vaðir þanninn þurrt,
og einum guði allt eins líki
orðum hans þó nokkur flíki
og færi hans æru úr farveg burt.
67.
Kennifeður Christi lýða
í kærleik bið eg móti stríða
þessum vonda villudóm
svo ei líði hann sínum þjóðum,
slíkt mun þóknast drottni góðum,
að hans til baka reki róm.
68.
*Nóg hefur einn sérhvör við að vinna
velferðar til efna sinna
með sitt trúar mustarðskorn
þó ei það brúkist án þarfinda
til ótérlegs eða meiri synda,
því er að setja þessu sporn.
69.
Ljúfling heita læt eg kvæði,
líka hina máske bæði
sem því trúar gefa gaum
að þær jarðir undir-rofur
annað séu en djöfla vofur.
Kveð svo lumpinn Kötludraum.


Athugagreinar

(Lystiháfur = Lbs 2676 4to, bls. 176–179 þó í raun 176–181 þar sem á eftir bls. 176 er eitt blað óblaðsíðumerkt).
1.5 gera] < gjöra.
5.6 Kölski] skrifað Kollske í handriti.
6.5 ætla] hlýtur að verða að bera fram atla vegna rímsins.
7.5 gera] < gjöra.
11.3 sjólum] svo í handriti og einnig í 105.
14.5 gera] < gjöra.
22.4 Kölski] skrifað Kollske í handriti.
31.4 gerði] < gjörði.
48.6 kjafta / kjósa Benidikt gefur í eignihandarriti sínu kost á hvoru tveggja.
53.6 ;skilnings; < ;skilning; í handriti.
57.4 ;annars; < ;annar; í handriti.
61.2 bók] er ekki í eiginhandarriti Benedikts en er hér bætt við eftir ÍB 105 4to vegna hrynjandi.
68.1 Nóg hefur sérhvör / Ærið hefur hvör Benidikt gefur í eignihandarriti sínu kost á hvoru tveggja.
Lystiháfur (Lbs 2676 4to ) er með hendi Benedikts Magnússonar Bechs og kemur fram á forsíðu að hann hefur byrjað að skrifa hann 1699. Vel má þó vera að Ljúflingur sé skrifaður aðeins síðar því ártalið 1703 er við kvæði aftarlega í handriti, fyrst á síðu 200.