Skagafjörður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Skagafjörður

Fyrsta ljóðlína:Frosti’ inn kaldi klauf hér fyr
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt:aBBaaB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1899

I
1.
Frosti’ inn kaldi klauf hér fyr
klakameitlum brúnir fjalla,
hóf í fang sitt hamrastalla,
braut upp felldar fjarðar dyr.
Stuðluð björg, sem stóðu kyr,
steyptar lét í raðir falla.
2.
Opna hefur hamraþró
höggvið, eftir skemstu leiðum,
sunnan langt af hæstu heiðum
þráðbeint norður, niðrað sjó.
Göng þau eru ei grunn né mjó,
grafin vítt með fleti breiðum.
3.
Þar fékk errinn Ægir starf,
armi fjarðar seildist bláum
inn með fjallahlíðum háum,
slétti botn og brimi svarf.
Greip í ár við ós, og hvarf
útaf malarkömbum gráum.
4.
Hefilsköflum skelti á
Skiphól inn af Borgursandi,
þar sem enn á þurru landi
spónaförin sum má sjá.
Enn við Nesið unnir gljá
upp að fjalla dyrabrandi.
5.
Þegar Hlés in haga mund
hafði lokið sínu smíði:
„Fjörður þessi er fjarðaprýði“,
mælti Sól, um morgunstund.
„Hér að skína’ og græða grund
gleður mig, er rís úr víði.“
6.
Geislabrjóstið blítt og ótt
breiddi yflr sand og móa;
við að láta landið gróa
lagði saman dag og nótt. —
Enn um vornótt vökurótt
vermir engjar, tún og flóa.
7.
Einskis staðar eins og þar
er svo nótt til yndis varið,
að hún getur komið, farið,
án þess þú þess verðir var.
— Nætureyðum æfinnar
eirði’ ei Vor við norðurhjarið.
I I
8.
Komstu skáld, í Skagafjörð
þegar lyng er leyst úr klaka
laut, og yflr túnum vaka
börnin glöð við gróðurvörð?
Lömbin hoppa um holtabörð,
heiðalóur úti kvaka.
9.
Flissa á brotum bláar ár,
bæir dotta í grænum túnum.
Vökuljósum lyftir brúnum
fjallaskagi skúrablár,
beggja megin, himinhár,
hérað vefur örmum snúnum.
10.
Björt er sveit og sést til alls,
sólin ríður vaðið bláa
Tindastóls frá hnjúknum háa
yfrað hyrnu Höfðafjalls.
Eyjar, haf og hæðir dals
Hyllir upp við norðrið gljáa.
11.
Kannast þú við hversu gljár,
ungra meyja er úti vaka
augað hýra, vökuspaka,
andlit fölt og fléttað hár
þegar yfir enni’ og brár
óttugeislar höndum taka?
12.
Öll sú fegurð unaðshljóð,
hálf er draumur þinn og þeirra;
Þar er líka nokkuð meira:
Önnur helftin hold og blóð,
sveipað inn í sólarglóð,
sveitarfegurð, vor og fleira.
13.
Lastu inn í unglings hug,
er um nætur geymir hjarðar
fram um heiði’ og hlíðar fjarðar,
eða í hvamm við áarbug?
Von hans grípur vængjaflug —
vorhug sízt um hindrun varðar.
14.
Þá skaj vonum verða létt
vinna stórt og hátt að stefna,
hefna alls sem á að hefna,
sigrafyrir sérhvern rétt.
Blddu aldrei eftir frétt,
æska, hvað sé fært að efna!
III
15.
Afturför menn segjast sjá
sem af tímans eyðing leiði.
Þetta er land á þroskaskeiði,
sveit sem vöxt í vændum á!
Hrjóstrin eru ei elligrá
ævimörk á visnum meiði.

16.
Þó hún virðist beinaber
bráðum gildna vöðvar mjóir.
Melur senn í grasi glóir
þegar fylltur aldur er.
Hlíðabrjóstin hefjast, sér
hrósa akrar gróðurfrjóir.
17.
Heill sé þér, sem ætlað er
yrkja betri daga ljóðin!
Gróið landið, þroskuð þjóðin
fyllra efni færir þér.
Syngur ei tóma von, sem vér,
vorspá langa og trúar óðinn.
IV
18.
Komstu, skáld, í krappann þar?
þegar vetur veðrin snerpir,
vindinn æsir, frostið skerpir,
jökull sest í sólarfar,
frostsins tak á túni og mar
Tilfinningarleysið herpir.
19.
Manstu eftir aðsókn hans?
Lokar hríðarhömrum fjörðinn,
hleður upp í fjallaskörðin,
byrgir myrkva byggðir lands –
eins og leyfi einkis manns
undankomu loft né jörðin.
20.
Hvergi skýli, hjálp né hlíf.
Þá er feigð og fall að verjast,
fjörlausn ein að sækja, berjast,
einvíg djarft um dauða og líf.
Skyldi ei sál þess sigurstíf
sem af slíkum kröftum herjast?
21.
Heima móður hjartaslög
hristir ofsinn eins og bæinn,
yfir gluggann leggur snæinn,
felur ljós í fannalög.
Hún í örmum ungan mög.
að sér vefur háskadaginn.
22.
Óttast veðrin voveifleg.
Þetta lætur þrótt sinn herða:
Þar, sem feður úti verða,
skulu synir varða veg.
Hjarta landsins á sem eg
æskutrú að vissu gerða.
V
23.
Manstu bylsins Bjarkamál?
Þegar hopa úr haugum draugar,
hristir allar landsins taugar
hlákustormsins stóra sál,
Þiðna hjörn sem brædd við bál,
bláa jaka straumur laugar.
24.
Sprengir sundur, spenntar fast,
spangabrynjur jökulfjalla,
vekur reit og rinda alla
hlýjum rómi og kveður hvasst;
brýtur fjötra og heimtar hast
hól og dal úr fleti mjalla.
25.
Veistu hvaðan kjark hann fær?
Kraf’tur vors og sólskinsdaga
til að leysa hlíð og haga
magn hans er, þó felist fjær –
slíkur stormastyrkur slær
strengi yngstu landsins Braga.
VI
26.
Sveitin glaða, gegnum þig
heilsa eg fósturfoldu minni,
fjörðnr, sem í kjöltu þinni
fyrstu gullum gladdir mig
sem ég ekki á ævistig
alveg týndi nokkru sinni.
28.
Man ég forna feðratrú,
þá, að andar heygðra hala
hyrfu í fjöllin sinna dala,
kæmu þaðan þá og nú.
Mér finnst vöggu vonin sú
vænst í spásögn dýrðar sala.
29.
Getur, fagii fjörðurinn,
minna bestu kvæða kraftur
hvorfið heim í faðm þinn aftur
þegar munnur þagnar minn –
komið aftur eitthvert sinn
yngri, stærri, endurskaptur?