Jólasöngur 1921 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jólasöngur 1921

Fyrsta ljóðlína:Guð, ég bið / gefðu okkur frið
bls.143
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1921
1.
Guð, ég bið,
gefðu’ okkur frið,
mannelsku
ljósklætt lið.
Sjáðu okkar menning, hún sigldi í strand,
síngirnin brennir hvert vonanna land.
Alkærleiks eilífa sól,
æ, hvað við þurfum nú jól.
2.
Meira ljós,
máttugra ljós.
Gefðu’ oss, guð,
glaðbjart ljós.
Bræðralagsgleðinnar blessandi mátt,
bjargandi, kveðandi heiminn í sátt,
hjartnanna himneska ljós,
heilaga kærleikans rós.