Margra Guða maki | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Margra Guða maki

Fyrsta ljóðlína:Þeir drottinn og Sigurður sjö þjóða jarl
bls.216
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1930
1.
Þeir drottinn og Sigurður sjö þjóða jarl
með sálma og biblíur stigu upp i dall
að flytja til markaðs það fóður.
Fyrst guð var með Sigga og sagður svo knár,
var sjálfsagt hann reyndi að taka í ár,
og til þess var guð ekki of góður.
2.
Að almættið reri á annað borð
var ekki að sjá þar á leið frá storð.
Það mátti sín einskis. Ó mæða!
Og þegar þeir komu’ út á bylgjubing,
fór báturinn óðar að snúast í hring,
og almættið að sér lét hæða.
3.
Og heyrðist þá upp yfir sjávarsuð
frá Sigurði: „Heyrðu mig þarna, guð,
ég hélt, að þú mér værir meiri.
Ég efaði í minni einu trú,
að almáttugri ég væri en þú.
Þú þarft ekki að hrópa! Ég heyri.“
4.
„Já, þó yfir fljótið þér þyki skammt,
mun þínu almætti finnast samt
of þungur þessi róður,
því án þess í líma ég leggi mig,
þú lætur mig, drottinn, snúa á þig.
Hví ræðru’ ekki, guð minn góður?“