Eftirmæli | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eftirmæli

Fyrsta ljóðlína:Í fyrsta skipti er sástu mig þú felldir hug til mín
bls.278–279
Bragarháttur:Fjórar línur (tvíliður) aabb
Viðm.ártal:≈ 1925
1.
Í fyrsta skipti er sástu mig þú felldir hug til mín.
Þú fannst, hve mjög af öðrum ég bar að vallarsýn,
svo hreinn og beinn og réttur, ef rétt skal segja frá,
í rauninni ekki fríður, en snotur til að sjá.
2.
Ei leyndi það sér heldur, að þú hrifin af mér varst,
hve hrein og djúp var virðingin, sem fyrir mér þú barst.
Þú lærðir það í tíma, sem var listin eina þín,
með lotning, ást og blíðu að horfa upp til mín.
3.
Þú viðurkenndir einatt ég væri fremri þér.
– Ei var hún blind sú ástin, sem hafðir þú á mér.
Þú reyndir, hvílíkt yndi var að eiga slíkan mann,
hver unun var að líða og stríða fyrir hann.
4.
En nú er engin kona, sem kyndir ofninn minn.
Ég kvíði fyrir því, að það verði fyrst um sinn.
Þó konur séu ótal, er engin þeirra mín,
og engin til mín lítur. Ég hlýt að sakna þín.
5.
Er von, að ég sé hryggur. En huggun mín er sú,
að harminn var ég færari’ um að bera en þú.
Og besta var það ráðið, að byrðin skyldi sett
á bakið, sem var sterkara en þitt, og finnast létt.
6.
Of þungbær hefði verið þér sú sorg að missa mig,
sá missir hreint það versta, sem gat komið fyrir þig.
Að afborið ei hefðir þú svo afar mikið tjón,
er allt eins víst og það, að ég er til og heiti Jón.
7.
Að heimta þig til baka ég hvorki get né vil,
að hér þú dveldir lengur, var of mikils ætlast til.
Og til hvers er að horfa yfir hafið eftir fylgd?
Til hafnar framar þér en mér það bar að vera sigld.