Söknuður | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Söknuður

Fyrsta ljóðlína:Öll jarðnesk reynsla jafnast senn
bls.482-483
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Öll jarðnesk reynsla jafnast senn;
í Jesú nafni drekkum enn
hinn nýja, beiska bikar;
því undirgefni og auðmjúk lund
sé okkar mark á hverri stund
svo lengi lífsæð kvikar.
2.
Við grétum fyr það blessað blóm
sem brosti á okkar aldurdóm
en fölnað féll í moldu;
og nú er okkar önnur von
hinn ástúðlegi, hrausti son
sem björkin felld að foldu.
3.
Þú ástarblóm, þú björkin dýr!
Ó, börnin okkar góð og skýr
að vísu er þungt að þreyja;
en falli þannig fjörið ungt
ei falla kann þeim gömlu þungt
frá sorg og sút að deyja.
4.
Þú hýra smámey, hjartans blóm,
við heyrum enn þinn barnaróm,
svo styttast stundir nauða.
Í okkar böli brosir þú
með barnsins sálarhreinu trú
og sykrar sorg og dauða.
5.
Og hjartaprúði, hrausti son,
þú horfðir rótt með trú og von
er sástu bana búinn,
og ljúft þú skiptir litlum auð
til líknar oss en kaust það brauð
sem bauð þér barnatrúin.
6.
Nú sofið þið svo sætt og rótt
frá sorg og stormi, Góða nótt,
og ljós á okkar leiði!
Við lofum Guð sem gaf og tók
og grættum hjörtum reynslu jók
því senn skín sól í heiði.