Í Ranaskógi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í Ranaskógi

Fyrsta ljóðlína:Mig hefur á gangi með gljúfrunum fram
bls.94
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1975

Skýringar

Undir titli er ritað: „Á slóðum Margrétar Sigfusdóttur frá Skjögrastöðum“.
1.
Mig hefur á gangi með gljúfrunum fram
á götu’ ykkar systra um rjóður og hvamm
af leið milli bjarkanna borið. –
Og svo er að heyra úr hamranna þröng
sem hlátrum í fjarska og ómi af söng
sé lyft upp í ljósið og vorið.
2.
Og eiminn ég kenni frá hruninni hlóð
við hrekkvísan læk, þar sem tægjan þín stóð
í hylnum með hvítþvegið reyfi.
Við auganu leiftrar af stökkvandi streng;
þar stirnir á smálagða, bylgjunnar feng,
er hverfa sem hendinni veifi.
3.
Þín kynslóð er horfin á liðinna leið.
En landið er minnugt, og kynlegan seið
það gerir að forvitnum gesti. –
Og barnið, sem undrast hinn blómsæla lund
í brekkunnar skjóli, það nýtur um stund
þeirrar ástar, sem á þér hann festi.