Förukonan | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Förukonan

Fyrsta ljóðlína:Hún gengur um skógana grátin og hljóð
bls.7
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1916
1.
Hún gengur um skógana grátin og hljóð
því gatan er horfin og sjúkt hennar jóð –
aleigan, einasta vonin.
Hún gengur svo döpur um geigvæna slóð
og getur ei sungið neinn vöggu-óð
fyrir ljóshærða, litla soninn.
2.
Og stormurinn þýtur um laufgaðan lund
og leggur að hjartanu ískalda mund
og volega viðirnir stynja.
En barnið – það hjalar um gullbjarta grund
og geislanna ljóma og englanna fund. –
Á tötrana tár ’ennar hrynja.
3.
Í fjarska þá heyrir ’ún fagnaðarnið
og flýtir sér þangað, hún þolir ei bið –
að fallandi fljótsins straumi.
Hún söng þar við barnið um sumarsins frið,
í sál hennar vonirnar lifnuðu við
í sólhlýjum, sælum draumi.
4.
Hún vaggaði drengnum í væran blund
og vögguljóð fögur um sólhlýja grund
og vorið og vonina söng.
En barnið í dauðanum blessar þá stund
og brosandi dreymir um englanna fund
og sumarkvöld, sólhlý og löng.