Sumarhretið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sumarhretið

Fyrsta ljóðlína:Og svo er þá hretið á enda - og allt
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1901
1.
Og svo er þá hretið á enda – og allt
sem áður var snjóbarið, frosið og kalt,
við september-sól fer að hlýna.
Úr laufhári skógarins fjallgolan frjáls
strauk fannhærur greiddar — hver nrekka, hver háls
mér vorrjóða vangana sýna.
2.
Og loftið, það er nú svo blátt og svo blítt,
nú blasir við útsýnið fagurt og vítt
með bláskóg og breiðunum mjalla.
Svo hátíðlegt finnst mér, að horfa um geim
sem hjartanleg vorblíða fylli allan heim,
og jafnvel hvert jökulskarð fjalla.
3.
– En hefir nú Vínlandi vospá þín ræst?
Sem volandi sagðir: „Það bót engin fæst
Á veðrinu, fyrr en að vori“.
Í hug þínum raktirðu upp, hrumur og grár,
öll hret þinnar ævi í fimmtíu ár,
en úthýstir þreklund og þori.
4.
Eg botna ei þitt grunnlausa hrak-spáa haf.
Þó hart væri – manst’ ekki? lifðum við af
og fár það er farið og runnið –
Það huga minn hvessir, það hressir mitt geð,
að hugsa um — ef alt sýnist komið í veð –
þær þrautir sem á hef’ eg unnið.
5.
Og því er eg glaður, og því er eg frjáls,
hjá þrælkun og sorginni beygi ekki háls.
Svo fjarar út andsteymið óðum –
og því get eg, meðan þú stynur, mín stef
með staðlyndi ritað hér á þetta bréf,
mér þegjandi leikið að ljóðum.