Á aðfangadagskveld | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Á aðfangadagskveld

Fyrsta ljóðlína:Hér situr hún forsæla - af skútum og skóg
bls.202
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1893
1 Hér situr hún forsæla – af skútum og skóg
hún skuggamynd dregur á nýfallinn snjó
uns hlíð hver úr ljósmáli er liðin.
Með blánótt á hælum sér, horfin úr sýn
í heiðríka vestrið, þar kveldroðinn skín,
er fagrahvel fjallvegu riðin.

2 Því hér er um miðaftan niðadimm nótt
í norðri. – En sól hraðar göngunni skjótt
um fjarandi skammdegis skuggann.
Á jólakveld ljósvöku lengir hún hót
og ljóskveikju flýtir við daggesta mót
er nýárið guðar á gluggann.

3 Og verði þér aðfaraævin þín jól
og auðnan þér nýár með hækkandi sól,
en minnkandi myrkur og snjóa,
uns kveldið frá morgninum aðgreint ei er –
og aukist svo vaxandi hugmyndir þér
sem vorfrjóu vellirnir gróa.