Í lyngmónum | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Í lyngmónum

Fyrsta ljóðlína:Í lyngmónum kúrir hér lóan mín
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Í lyngmónum kúrir hér lóan mín,
hún liggur á eggjunum sínum.
– Nú fjölgar þeim, fuglunum mínum. –
Hve brjóstið er hreint og hver fjöður fín
og fegurð í vaxtarlínum!
Það fara ekki sögur af fólkinu því
en fegurð þó eykur það landinu í,
í landinu litla mínu.
Í hrjóstruga, litla landinu þínu og mínu.