Til Guðrúnar | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Til Guðrúnar

Fyrsta ljóðlína:Ég man held ég allt hvað ég sagði og sá
bls.213
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1900
1.
Ég man, held ég, allt hvað ég sagði og sá,
en samt kannske best hvað ég minntist ekki’ á;
það allt saman man ég og meira,
því fleira og dýrlegra dreymdi mig þá
en dögunum heiðu var lofað að sjá
og kvöldinu og kyrðinni að heyra.
2.
En nú get ég sagt þér það eins og það er
að oft barst ég þauðugur þar eins og hér
frá ljúfustu lífsstundum mínum;
en það var mér heitast að horfa’ eftir þér
og hugsa’ að nú geymdist þú öðrum en mér
og ástin í augunum þínum.
3.
Ég finn oftast vel hvaða vorblóm er frítt
og veit það að mörg af þeim geyma þess lítt
hvað nótt eða glóey þeim gera.
En vina, mér fannst þú svo fíngerð og ung,
ein frostnótt í maí gat orðið þér þung.
sú frostnótt ég vildi’ ekki vera.