Þín heift væri betri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þín heift væri betri

Fyrsta ljóðlína:Þín heift væri betri, þín bæn er of góð
bls.134
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1896

Skýringar

Prentað í Bjarka 3. tbl. 1. árg 1896.
1.
Þín heift væri betri, þín heift væri betri, þín bæn er of góð
í beljandi Landnyrðings götugan sjóð,
þar týnirðu sérhverju tári;
en bítirðu á jaxlinn og bölvirðu náð
mun bylurinn kenna þér hygginda ráð:
að búa þig betur að ári.
2.
Þú ansar nú kannske — og segir það satt —
mér sé nú ei kalt, og ég standi nú fatt
í ættlands míns velgjörðir vafinn.
En ég hef í lífinu líka átt þess kost
að lesa mér bænir við hungur og frost
og verða til guðsþakka grafinn.
3.
Þá ansarðu að syndara sæmi það vart,
né sveithræddum öreiga að tala svo djarft.
Já, þið eruð góðmenni greyin!
Og mér er það angur ef síðar þú sérð
að sultarrödd þín er ei horklippings verð
hjá hreppsnefndum hvorugu megin.
4.
Nei, hafirðu sjálfur ei huganum týnt,
og hjarta þitt finni það, að það er pínt,
er tunga þín ósvikinn auður.
Ef sjálfur þú berst, mun þér lið verða lagt,
og liggirðu hniginn, þá verður pað sagt:
að óragur drengur sé dauður.
5.
En þiggirðu í auðmýkt þinn ákveðinn skammt,
þá úldnaðu þegjandi, en mundu það samt,
að dýr eru geitunum griðin.
Og vittu, þó heimskinginn hræki á þann svörfð
þar Hjálmar á Bólu er geymdur í jörð,
að konungur liggur þar liðinn.
6.
Það eru ekki lömbin sem láta sig flá,
en lofðungar dýranna mörkunum á,
sem lífið til lotningar beygja;
þeir þylja ekki bænir og biðja ekki um grið
en böðul sinn helskotnir glíma þeir við.
Svo kunna ekki dónar að deyja.