Arfurinn | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Arfurinn

Fyrsta ljóðlína:Þú átt kannske frækna og fengsæla þjóð
bls.3–4
Bragarháttur:Sex línur (þríliður+) fer- og þríkvætt:aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Þú átt kannske frækna og fengsæla þjóð,
þér fannst kannske ólga þitt göfuga blóð,
er sástu hana sigurför halda,
þar nábúinn fátæki fjötraður sat,
sem föðurleifð varði, á meðan hann gat,
en látinn var liðsmunar gjalda.
2.
Þá ljómar um salina þjóðheiður þinn,
er þrekaði bandinginn leiddur er inn,
og þá er þér sigurinn sætur;
og veislan í höllinni veglegri þá
og vínið þar bjartara skálunum á,
ef þú einhver er inni, sem grætur.
3.
En þú, sem að hefur í hjartanu blóð,
úr hrakinni, smáðri og kúgaðri þjóð
og eitrað á hörmungar árum, –
það knýr þig svo fast, þegar arfurinn er
á einverustundunum réttur að þér
af minningum mörgum og sárum.
4.
Þó holdið á örmunum þrútnaði þar,
sem þrælkaði faðirinn hlekkina bar,
það harkaði hann af sér í hljóði. –
En kvölin, sem nísti hann, er nakinn hann lá
og níðinga hnúarnir gengu honum á:
hún brennur í sonarins blóði.