SöfnÍslenskaÍslenskaPersónuvernd:
Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn. |
Flokkar
Allt (3064)
Afmæliskvæði (14)
Ádeilukveðskapur (1)
Ástarljóð (32)
Baráttukvæði (1)
Biblíuljóð (2)
Brúðkaupsljóð (9)
Bæjavísur (2)
Bænir (1)
Bænir og vers (25)
Eddukvæði (30)
Eftirmæli (41)
Ellikvæði (6)
Formannavísur (22)
Fræðsluljóð (3)
Gamankvæði (30)
Grýlukvæði (6)
Harmljóð (3)
Háðkvæði (4)
Hátíðaljóð (6)
Heilræði (10)
Heimsádeilur (7)
Helgikvæði (47)
Hestavísur (1)
Huggunarkvæði (2)
Hyllingarkvæði (2)
Jóðmæli (3)
Jólaljóð (5)
Kappakvæði (5)
Kvæði um biskupa (6)
Leppalúðakvæði (1)
Lífsspeki (5)
Ljóðabréf (18)
Náttúruljóð (50)
Rímur (204)
Sagnadansar (36)
Sagnakvæði (4)
Sálmar (417)
Sjóhrakningar (2)
Sorgarljóð (1)
Sónarljóð (13)
Særingar (1)
Söguljóð (9)
Tíðavísur (15)
Tregaljóð (6)
Vetrarkvæði (2)
Vikivakar (13)
Vögguljóð (5)
Ýkjukvæði (5)
Þjóðkvæði (1)
Þorrakvæði (4)
Þululjóð (4)
Þulur (2)
Ættjarðarkvæði (38)
Ævikvæði (5)
Hólmfríður JónsdóttirFyrsta ljóðlína:Þín þjáning er enduð með allsherjar ró
Höfundur:Jón Hinriksson frá Helluvaði
Heimild:Jón Hinriksson: Ljóðmæli. bls.98–99
Viðm.ártal:≈ 1875–1900
Tímasetning:1889
Flokkur:Eftirmæli
Skýringar
Undir titli stendur: „(Húsfreyja að Reykjahlíð - 1889.)“
1. Þín þjáning er enduð með allsherjar ró;þér eilífðin hlýreit til framtíðar bjó, því tárast nú ætti hér enginn. En veikleiki hjartans, hann vekur oss grát: Þá vinur oss hverfur og hrífur hans lát svo ómjúkt á elskunnar strenginn.
2. En vonin hún glóir sem geisli frá sól,oss gleður þín kveðja frá alveldisstól, því trúaðra takmarki einu. En minning þín helg er oss hvarvetna nú um hjartað þitt góða og falslausa trú og vöndunar vegsporin hreinu.
3. Þú hvarfst oss svo snemma, það hryggir oss mest.Ég hygg að sú ráðstöfun gegndi þér best þó vandamenn sakni og vinir. Enn launar hið himneska líknsemdar þel þeim litla stund unnu, en gjörðu það vel. Þeir pening sinn hljóta sem hinir.
4. Já, viðkvæmni hjartans, hún vekur oss neyð,en víðtækt er hugarins framsóknar skeið, – það nær frá hauðri til hæða. Og hvað væri lífið með löngun og sár þó logaði stöðugt um sjötíu ár ef ei væri um annað að ræða.
5. En andi þinn lifir og eflist í náðog indælt er friðarins blómfagra láð – þar sem hann ríkir í rönnum, sem auglýsti guðsdýrð og afmáði hel og opnaði gröfina –. Far þú svo vel! Þig frjálsa og sæla vér sönnum.
6. En nánasti vinur! ég vikna með þér.Ég veit hversu hörmuleg breyting það er þá lífs sumar verður oss vetur. En horfðu til Drottins með djörfung og trú því dagurinn seinni mun fegri en nú; og gakk þú svo beint sem þú getur.
7. Þá styðst þú að leiði en heiðgeislinn hlærog heilsar þér morgunsins svalandi blær sem angan frá ilmgrösum lokkar; hann elskunnar ljúfasta ávarp þér ber: „Með útbreiddan faðminn ég bíð eftir þér og blessuðum börnunum okkar.“ |