Hvöt | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hvöt

Fyrsta ljóðlína:Gleym dauðans ógn á degi storms
bls.172–173
Bragarháttur:Fimm línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaaB
Viðm.ártal:≈ 1900
1.
Gleym dauðans ógn á degi storms
og drag þinn hvassa vigur;
gleym hverri ógn, ef vilt til Worms,
og varðar meir en þulur forms
að vinna sannleiks sigur.
2.
En mundur Hel, er brennur blóð
og blekki vit og stilling,
og leiki við þig lukkan góð,
svo lendir ekki á villuslóð
með tóma töfrahylling.
3.
Já, munu Hel, er harðna ég
og Herrann, finnst þér, sefur.
Þú veist það vel þótt hóti hel,
í heiði bíður fagrahvel,
sem Guð að morgni gefur.