Hærra, minn guð, til þín | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hærra, minn guð, til þín

Fyrsta ljóðlína:Hærra, minn guð, til þín
bls.283
Bragarháttur:Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt oaoabbb
Viðm.ártal:≈ 1875
Hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín,
enda þótt öll sé kross
upphefðin mín.
Hljóma skal harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Villist ég vinum frá
vegmóður einn,
köld nóttin kringum mig,
koddi minn steinn,
heilög skal heimvon mín.
:,:Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Sofanda sýndu þá
sólstigans braut
upp í þitt eilífa
alföðurskaut.
Hljómi svo harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.

Árla ég aftur rís
ungur af beð.
Guðs hús á grýttri braut
glaður ég hleð.
Hver og ein hörmung mín
hefur mig, Guð, til þín,
hærra, minn Guð, til þín,
hærra til þín.

Lyfti mér langt í hæð
lukkunnar hjól,
hátt yfir stund og stað,
stjörnur og sól,
hljómi samt harpan mín:
:,: Hærra, minn Guð, til þín, :,:
hærra til þín.


Athugagreinar

Frumtexti:

NEARER, my God, to Thee,
Nearer to Thee!
E’en though it be a cross
That raiseth me;
Still all my song shall be,
Nearer, my God, to Thee,
Nearer to Thee!
Though like the wanderer,
The sun gone down,
Darkness be over me,
My rest a stone;
Yet in my dreams I’d be
Nearer, my God, to Thee,
Nearer to Thee!
There let the way appear
Steps unto Heaven,
All that Thou send’st me
In mercy given;
Angels to beckon me
Nearer, my God, to Thee,
Nearer to Thee!
Than, with my waking thoughts
Bright with Thy praise,
Out of my stony griefs,
Bethel I’ll raise;
So by my woes to be
Nearer, my God, to Thee,
Nearer to Thee!