Einar H. Kvaran | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Einar H. Kvaran 1859–1938

TÓLF LJÓÐ — EIN LAUSAVÍSA
Einar H. Kvaran var fæddur 6. desember 1859 í Vallanesi í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hans voru séra Hjörleifur Einarsson, lengst af prestur á Undirfelli í Vatnsdal, og fyrri kona hans, Guðlaug Eyjólfsdóttir. Hann tók stúdentspróf frá Reykjavíkurskóla 1881 og fór síðan í hagfræði í Háskólanum í Kaupmannahöfn en hætti námi þar. Hann hreifst þar af raunsæisstefnunni og var einn útgefanda Verðandi árið 1882 (ásamt Hannesi Hafstein, Gesti Pálssyni og Bertel E. Ó. Þorleifssyni) og þar birti hann smásögu sína Upp og niður. Einar skrifaði fjölda smásagna en þekktastur er hann fyrir skáldsögur sínar. Ljóð hans voru fyrst gefin út 1893 og er hér stuðst við 3. útgáfu þeirra 1947.  (Sjá einkum: Páll Eggert Ólason:  Íslenzkar æviskrár. I bindi, bls. 371–372).

Einar H. Kvaran höfundur

Ljóð
Bólu-Hjálmar ≈ 1925
Eftir barn ≈ 1900
Endurminningar ≈ 1925
Frú Jónína M. Poulsen ≈ 1875–1925
Magnús Poulson og Guðný Jóndóttir ≈ 1900
Minni Canada ≈ 1875–1925
Minni Vesturheims ≈ 1900
Minni Vestur-Íslendinga ≈ 1875–1900
Síra Friðrik J. Bergmann og Guðrún Ó. Thorlacius ≈ 1900
Til stjúpu minnar ≈ 1875–1925
Vorhret ≈ 1925
Öfugur Darwinismus ≈ 1900
Lausavísa
Sigurður þökk fyrir sérhverja stund