Sjö línur (tvíliður) tví- og þríkvætt aaBcccB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sjö línur (tvíliður) tví- og þríkvætt aaBcccB

Kennistrengur: 7l:(o)-x(x):2,2,3,2,2,2,3:aaBcccB
Bragmynd:
Lýsing: Í bragdæminu eru víða tvíliðir í þriðliðastað en þríðlir bera þó háttinn upp og geta staðið í öllum bragliðum sem bera ekki endarím.

Dæmi

Ein saga er geymd og er minningamerk
um messu hjá gömlum sveitaklerk.
Hann sat á Mosfelli syðra.
Hann saup; en hann smaug um Satans garn.
Í sál bar hann trú, en dró kjólinn í skarn,
– einn herrans þjónn og eitt heimsins barn,
með hjarta sem kunni að iðra.
Einar Benediktsson: Messan á Mosfelli (1)

Ljóð undir hættinum