Níu línur (tvíliður) fer,- tví- og þríkvætt aaBccBooB | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Níu línur (tvíliður) fer,- tví- og þríkvætt aaBccBooB

Kennistrengur: 9l:(o)-x(x):4,2,3,4,2,3,4,4,3:aaBccBooB
Innrím: 7B,7D;8B,8D
Bragmynd:
Lýsing: Í sjöttu og sjöundu línu verður að gera ráð fyrir braghvíld og nýjum tvílið fremur en þrílið með rími í fyrsta atkvæði. Ástæðan er sú að fyrsta atkvæði eftir braghvíld ber yfirleitt stuðul.

Dæmi

Og þeir neituðu allir þá;
því sagði sá,
sérdeilis einn hinn fyrsti:
Búgarð nýkeyptan einn eg á,
sem eg hlýt sjá,
þar til mig lengi lysti,
eg beiði þig afsaka mig;
um forföll rík svo ræddi slík
að hér fyrir heimboð missti.
Einar Sigurðsson í Eydölum: Annan sunnudag í trínitatis, 2. erindi