Gagaraljóð – gagaravilla – al- og einsneidd – aldýr- | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Gagaraljóð – gagaravilla – al- og einsneidd – aldýr-

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aaaa
Innrím: 1A,1B,1C,1D,2A,2B,2C,2D,3A,3B,3C,3D,4A,4B,4C,4D;1A,3A;2A,4A;1B,2B,3B,4B;1C,2C,3C,4C
Bragmynd:
Lýsing: Gagaraljóð – gagaravilla – al- og einsneidd – aldýr er eins og gagaravilla óbreytt auk þess sem allar kveður hverrar línu gera sniðhendingar langsetis í línunni en önnur og þriðja kveða aðalhendingar þversetis. Þá gerir hver kveða í fyrriparti aðalhendingu við samsvarandi kveðu í seinniparti.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld (um 1600 – um 1683) orti 79. vísu í áttundu rímu Sveins Múkssonar undir þessum hætti.

Dæmi

Róstugt nesti byrstan brast,
brýst og lest hin tvista raust,
ljóst því sést um lista past
lýst það flest er vist úr braust.
Kolbeinn Grímsson Jöklaraskáld: Sveins rímur Múkssonar VIII:79