Ferskeytt – sléttubönd – víxlhend | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ferskeytt – sléttubönd – víxlhend

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,3,4,3:aBaB
Innrím: 1AA,3AA;1B,3B;2B,4B
Bragmynd:
Lýsing: Ferskeytt – sléttubönd – víxlhend eru eins og ferskeytt sléttubönd óbreytt að viðbættu innrími, víxlrími, þversetis milli frumlína (sjá ferskeytt víxlhent). Innrím er að jafnaði fullt rím.
Undir þeim hætti orti Guðmundur Bergþórsson (1657–1705) sautjándu rímu af Olgeiri danska. Stuðlar verða alltaf að standa í tveim síðustu kveðum frumlína (síðstuðlun)

Dæmi

Tignuð fegin merkjast má
móins Gerður láða,
signuð degi öðrum á
eikin verður þráða.
Olgeirs rímur danska LI:33

Ljóð undir hættinum