Fimm línur (tvíliður) fer- og fimmkvætt aabba | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fimm línur (tvíliður) fer- og fimmkvætt aabba

Kennistrengur: 5l:o-x:4,4,4,4,5:aabba
Bragmynd:
Lýsing: Steingrímur Thorsteinsson innleiddi háttinn með þýðingu sinni á Ó, bliknuð mey í blóma hrein eftir Byron og er það reyndar eina ljóðið sem fundist hefur undir hættinum hér. Hátturinn er alveg reglulegur; forliðir í hverrri línu og tvíliðir einráðir.

Dæmi

Ó, bliknuð mey, í blóma hrein,
þig byrgi þyngsla gröf ei nein.
Þinn svörð skal prýða rósa röð,
þar renni upp vorsins fyrstu blöð,
Og sypres-trén þar rökkvi græna rein.
Steingrímur Thorsteinsson: Ó, bliknuð mey, í blóma hrein (Byron), 1. erindi

Ljóð undir hættinum