Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt:ababbob | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sjö línur (tvíliður) fer- og þríkvætt:ababbob

Kennistrengur: 7l:[o]-x[x]:4,3,4,3,3,4,3:ababbob
Bragmynd:
Lýsing: Hátturinn er sjö línur og eru fyrsta, þriðja og sjötta lína ferkvæðar en hinar þríkvæðar. Allar línur eru stýfðar. Annars vegar ríma saman fyrsta og þriðja lína og hins vegar önnur, fjórða, fimmta og sjöunda lína en sú sjötta er órímuð. - undir þessum hætti er helgikvæðið Krossvísur I sem eignaðar hafa verið Jóni biskupi Arasyni en öruggt getur það faðerni ekki talist.

Dæmi

Guðs líkami var grafinn í jörð
en gyðingar héldu vakt,
ramma höfðu ráðagjörð
sem ritning hefur það sagt
og oft til orða lagt
að drottinn risi af dauða upp
með dýrðarfullri makt.
Krossvísur I, 20. erindi