| BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra
AAAA1

Þrammar svá sem svimmi

Bls.182


Tildrög

Þessi er önnur vísa er Hallfreður fer með við Kolfinnu er hann kemur til hennar í selið og leggur hana í hvílu hjá sér. Þykist hann hafa heyrt að Kolfinna hafi svo kveðið til Gríss bónda síns (sjá: Leggr at lýsibrekku).

Skýringar

Samantekt: Fjarðar fúrskerðandi þrammar til hvílu svá sem svimmi sílafullr fúlmǫ́́r á trǫð bǫ́́ru, áðr an ófríðr orfa stríðir þorir skríða und váðir, hann esa hvílubráðr við hlaðs Gunni. 

Skýringar: fúrr: eldur; fjarðar fúrr: gull; skerðandi fjarðar fúrs (gulls): (örlátur)maður; – svimma: synda; fúlmár: fýll (? ); – trǫð bǫ́́ru: sjór; – orfa stríðir: sá sem stríðir eða berst með orfi (háðuleg mannkenning); – váðir: rekkjuvoðir; – Gunnr: valkyrjuheiti; hlað: ennisskraut; hlaðs Gunnr: kona (Ketilríður).

Útlegging: Maðurinn (Már) þrammar til hvílu, eins og sílafullur fúlmár (fýll?) syndi á sjónum, áður en hinn ófríði maður þorir að skríða undir rekkjuvoðir (til konunnar); hann er ekki hvílubráður (bráður til hvílubragða) við konuna.
Þrammar, svá sem svimmi
sílafullr, til hvílu
fúrskerðandi fjarðar,
fúlmǫ́́r á trǫð bǫ́́ru,
áðr an orfa stríðir
ófríðr þorir skríða,
hann esa hlaðs við Gunni
hvílubráðr, und váðir.